Vangaveltur eru uppi um hvort brakið sé úr vélinni MH370 sem hvarf á flugi yfir Indlandshafi í mars 2014 með 239 manns um borð.
Í frétt staðarblaðsins Linfo fundust leifarnar af ferðatöskunni um hálf tólf að staðartíma í dag.
Taskan var lokuð og mjög illa farin þar sem hún fannst. Blaðamaður Linfo hefur birt mynd af fundinum á Twitter síðu sinni og segir að ferðataskan hafi verið með hjól og svipað til þeirra taska sem almennt eru notaðar í flugferðalögum.
Enn á eftir að staðfesta að brakið sé úr MH370.
Sjá má myndir af ferðatöskunni að neðan og í frétt Linfo.
Une valise découverte au même endroit que le débris d'aile (photo Ludovic Laï-Yu @Clicanoore ) #MH370 #LaReunion pic.twitter.com/QoEKtKrvbw
— Julien Delarue (@delarue_julien) July 30, 2015