Formúla 1

Verstappen í ökutíma í sumarfríinu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Ætli Verstappen verði fljótari á brautinni eftir að hann fær ökuskírteini?
Ætli Verstappen verði fljótari á brautinni eftir að hann fær ökuskírteini? Vísir/Getty
Yngsti Formúlu 1 ökumaður sögunnar, Max Verstappen ætlar að nýta sumarfríið til að byrja í ökutímum.

Verstappen stefnir á að taka verklegt próf seinna á árinu.

Nýliðinn hjá Toro Rosso varð yngsti Formúlu 1 ökumaður allra tíma í Ástralíu. Hann var 17 ára og 166 daga gamall þegar keppnin hófst.

Hann fær ekki bílpróf fyrr en í september. Verstappen hefur þegar staðist bóklega prófið en á eftir að fara í verklega ökutíma.

„Ég ætla í ökutíma í sumarfríinu. Það hefur verið erfitt að koma þeim fyrir inn á milli í keppnisdagatalinu svo ég ákvað að bíða eftir fríinu. Það þarf að lágmarki sex eða sjö ökutíma samkvæmt lögum í Belgíu þar sem ég bý - vonandi dugar það mér,“ sagði Verstappen léttur í bragði.

Aðspurður hvort verklega prófið yrði ekki auðvelt eftir alla reynsluna í Formúlu 1 sagði Verstappen: „Ég er ekki viss, ég keyri kannski of hratt.“

Verstappen verður 18 ára 30. september, þremur dögum eftir japanska kappaksturinn.


Tengdar fréttir

Lauda: Svona á lífið í kappakstrinum að vera

Keppnin var einkar viðburðarík. Sebastian Vettel kom Ferrari bílnum í forystu strax í ræsingu og hélt sig þar til loka. Aftar var mikið um sviftingar. Hver sagði hvað eftir keppnina?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×