Grikkland ekki lengur á vanskilaskrá AGS Atli Ísleifsson skrifar 20. júlí 2015 16:21 Bankar opnuðu í Grikklandi fyrr í dag. Vísir/AFP Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest að Grikklandsstjórn hafi nú endurgreitt rúmlega tveggja milljarða evra afborgun til sjóðsins og að landið sé ekki lengur á vanskilaskrá (e. arrears). Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag eftir að Evrópusambandið afgreiddi sjö milljarða evra neyðarlán til Grikklands. Grikklandsstjórn sleppti afborgun til AGS í júní og annarri fyrr í þessum mánuði.Bankar opnuðu í dag Grískir bankar opnuðu aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaðir í þrjár vikur. Þrátt fyrir að bankar hafi opnað eru enn takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. Miklar raðir hafa verið í hraðbönkum í Grikklandi síðustu daga, þar sem fólk hefur beðið eftir að taka út 60 evrur að hámarki á hverjum degi, en takmarkanir voru settar til að hindra áhlaup á bankana. Frá og með deginum í dag verður sett hámark á úttektir fyrir alla vikuna – 420 evrur, sem samsvarar um 60 þúsund krónum – sem þýðir að Grikkir munu ekki þurfa að bíða í röð. Tengdar fréttir Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur staðfest að Grikklandsstjórn hafi nú endurgreitt rúmlega tveggja milljarða evra afborgun til sjóðsins og að landið sé ekki lengur á vanskilaskrá (e. arrears). Afborganirnar til AGS og önnur 4,2 milljarða evru greiðsla til Evrópska seðlabankans skiluðu sér fyrr í dag eftir að Evrópusambandið afgreiddi sjö milljarða evra neyðarlán til Grikklands. Grikklandsstjórn sleppti afborgun til AGS í júní og annarri fyrr í þessum mánuði.Bankar opnuðu í dag Grískir bankar opnuðu aftur fyrr í dag eftir að hafa verið lokaðir í þrjár vikur. Þrátt fyrir að bankar hafi opnað eru enn takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. Miklar raðir hafa verið í hraðbönkum í Grikklandi síðustu daga, þar sem fólk hefur beðið eftir að taka út 60 evrur að hámarki á hverjum degi, en takmarkanir voru settar til að hindra áhlaup á bankana. Frá og með deginum í dag verður sett hámark á úttektir fyrir alla vikuna – 420 evrur, sem samsvarar um 60 þúsund krónum – sem þýðir að Grikkir munu ekki þurfa að bíða í röð.
Tengdar fréttir Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Grískir bankar opnuðu aftur í morgun Enn eru takmarkanir á fjármagnsflutninga, auk þess að verð á vörum og þjónustu mun hækka í dag vegna hækkunar á virðisaukaskatti. 20. júlí 2015 09:45