Fótbolti

Rosenborg reynir að kaupa Matthías Vilhjálmsson

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Matthías Vilhjálmsson.
Matthías Vilhjálmsson. mynd/ikstart.no
Norskir miðlar greina frá því í dag að Rosenborg, topplið norsku úrvalsdeildarinnar, vilji kaupa Matthías Vilhjálmsson frá Start.

Rosenborg hefur lagt inn tilboð í framherjann, en þetta kemur fram á fvn.no og adressa.no. Matthías er búinn að skora sjö mörk á tímabilinu.

Aftenposten segir Start vilja meira en þær 3,5 milljónir norskra króna sem rússneska liðið UFA bauð í Matthías á dögunum. Það tilboð var samþykkt en Matthías ákvað að fara ekki til Rússlands.

Matthías fór frá FH til Start árið 2012 þegar liðið spilaði í norsku B-deildinni. Hann skoraði þá 18 mörk í 30 leikjum er liðið fór upp um deild.

Ísfirðingurinn er búinn að skora 23 mörk í 65 leikjum fyrir Start í norsku úrvalsdeildinni og hefur greinilega gert nóg til að heilla stærsta og besta lið landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×