Bíllaus dagur í Stokkhólmi Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 09:25 Bíllaus dagur verður víða í borgum Evrópu þann 19. september. Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi. Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent
Ríflega 200 smærri borgir í Evrópu ætla að hafa bíllausan dag þann 19. september næstkomandi. Þá verða bílar bannaðir í miðbæjum borganna og er sænska höfuðborgin Stokkhólmur á meðal þessara borga. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja að miðbær borgarinnar sé svo vel sniðinn að gangandi og hjólandi vegfarendum að áhrif bílabannsins verði ekki svo mikil og almenningssamgöngur svo góðar að allir munu komast leiðar sinnar án vandræða. Þar ganga strætisvagnar allan sólarhringinn og flestir þeirra aka á endurnýjanlegri orku. Borgaryfirvöld í Stokkhólmi segja ennfremur að vegfarendur muni sjá á ánægjulegan hátt hvernig þessi fallega borg lítur út án bíla á þessum tiltekna degi og það muni koma íbúum á óvart hversu auðveld þessi breyting verður og ánægjuleg. Meðal annarra borga sem valið hafa þennan dag til bíllausrar umferðar eru Lissabon í Portúgal og Búdapest í Ungverjalandi.
Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent