Nýr Hyundai iX35 Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 12:46 Hyundai iX35. er orðinn ansi laglegur bíll. Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5. Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent
Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5.
Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent