Nýr Hyundai iX35 Finnur Thorlacius skrifar 22. júlí 2015 12:46 Hyundai iX35. er orðinn ansi laglegur bíll. Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
Ný kynslóð Hyundai iX35 er á leiðinni á markað og stutt er í að hann komi til sölu í BL hér á landi. Þetta er þriðja kynslóð jepplingsins, en sú fyrsta kom árið 2004 og önnur kynslóð 2009 og hefur hann því verið í sölu í 6 ár. Þessi bílgerð ber nafnið Hyundai Tucson í Bandaríkjunum. Miklar og jákvæðar útlitsbreytingar eru á bílnum og hann fær nú nýja 175 forþjöppudrifna bensínvél sem skilar öllu afli sínu frá 1.500 til 4.500 snúningum. Hún er víst afar hljóðlát, en bílablaðamenn í Bandaríkjunum hafa dásamað vélina ekki síst fyrir það. Hægt verður að fá bílinn bæði með fjórhjóladrifi og framhjóladrifi og stilla má fjórhjóladrifið á þann hátt að aflið fari til jafns á báða öxla bílsins. Hyundai iX35 kemur nú með breyttri og bættri fjöðrun og stærri dempurum frá þýska framleiðandanum Sachs. Bíllinn hefur fengið mun hærra hlutfall (51%) hástyrktarstáls og fyrir vikið hefur hann lést mikið og stífleikinn aukist um 48%. Bíllinn fær ágæta dóma við prófanir og þykir betri en bæði Honda CR-V og Ford Escape en nær þó ekki aksturseiginleikum hins leiðandi bíls í þessum flokki, Mazda CX-5.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent