Ráðherra útilokar ekki gjaldtöku á Laugaveginum Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2015 10:34 Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, ráðherra ferðamála, segist ekki vera mótfallin því að rukka þá sem ganga Laugaveginn frá Landamannalaugum til Þórsmerkur. Þá segir hún „vel geta verið“ að göngufólk verði skikkað til að vera með leiðsögumann þegar það hyggst ganga leiðina. Þetta kom fram í Bítinu í morgun þar sem Ragnheiður var gestur þeirra Sigurjóns M. Egilssonar og Gulla Helga. Þar ræddi hún stöðuna sem upp er komin vegna hins mikla fjölda ferðamanna hér á landi, hvernig best skuli varðveita ímynd Íslands sem áfangastaðar og gagnrýnina sem hún hefur mátt sæta vegna meints aðgerðaleysis í málaflokknum. Ragnheiður vísaði gagnrýninni til föðurhúsanna og reifaði þá vinnu sem hefur átt sér stað innan ráðuneytisins - til að mynda þá stefnumótun sem sé í gangi í málefnum ferðamanna.Þarfa að huga að tærleika vörunnar Ísland Ráðherrann sagði að við stefnumótunarvinnuna væri mikið litið til fordæma utan úr heimi, svo sem til Nýja-Sjálands en Nýsjálendingar eru eins og Íslendingar, „með svona vinsælar leiðir eins og Laugaveginn.“ „Hvað gera þeir, þeir eru bara með betra skipulag heldur en við erum með. Þeir segja það er bara leyfilegt labba úr þessari átt og þangað, það eru bara ákveðin slott, það eru ákveðnir göngustígar og það eru bara viðurlög við því að víkja frá þeim og ef að einhver myndi voga sér að skilja eftir rusl þar þá er það bara refsivert. Þetta eitthvað sem við eigum bara að gera,“ sagði ráðherrann. Talið barst þá að gjaldtöku.Af hverju má ekki kosta að ganga Laugaveginn?„Nákvæmlega,“ sagði Ragnheiður. „Ég er ekkert á móti því. Og þurfum við að skikka að vera með leiðsögumann? Það getur bara vel verið.“ Til þess að tryggja þær náttúruauðlindir sem farið sé að ganga á með auknum straumi ferðamanna taldi ráðherrann að nauðsynlegt sé að leita leiða sem þessa til að tryggja að varan Íslands sé sem tærust og sem fallegust. Spjall þeirra Ragnheiðar, Sigurjóns og Gulla má heyra í heild sinni hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira