Vantar tekjur til að standa undir þjónustu við ferðamenn Þorbjörn Þórðarson skrifar 23. júlí 2015 19:00 Reykjavíkurborg hefur ekki notið aukins ferðamannafjölda í borginni í formi hærri skatttekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Reykjavík fái gistináttagjald á reykvískum hótelum til að standa straum af kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur. Ef spár ganga eftir munu tvær milljónir ferðamanna sækja landið heim árið 2018. Mikil aukning ferðamanna hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir íslensk sveitarfélög vegna þjónustu við þá. Vegna ferðamannastraumsins og þess kostnaðar sem sveitarfélögin bera vegna hans hafa vaknað spurningar um hvort sanngjarnt sé að sveitarfélög, eins og Reykjavík, fái auknar skatttekjur til að mæta kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Auk sorphirðu og viðhalds helstu innviða má nefna hér sundlaugar Reykjavíkurborgar en ferðamenn sem sækja borgina njóta þess að reykvískir skattgreiðendur niðurgreiða sundferðir þeirra enda greiða þeir sama verð fyrir miðann í laugina og íbúarnir.Hafa ekki séð auknar skatttekjur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgin hafi ekki séð auknar skatttekjur vegna ferðamannastraumsins. „Við sjáum það ekki eins mikið í útsvarinu eins og við hefðum getað búist við. Skatttekjur af ferðamönnum renna fyrst og fremst til ríkisins í formi virðisaukaskatts og gistináttagjalds,“ segir Dagur. Hann segir eðlilegt að Reykjavíkurborg fái gistináttagjaldið til að mæta auknum kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. „Við höfum fært rök fyrir því að Reykjavík og sveitarfélögin fái gistináttagjaldið, sem um allan heim eru sveitarfélagaskattar, til að standa straum af meiri umhirðu, innviðum og öðru sem við þurfum að standa undir.“Skattkerfisbreytingar skoðaðar í samráði við fjármálaráðuneytið „Við vitum að sveitarfélögin bera mikinn kostnað af ferðaþjónustunni án þess að fá sambærilegar tekjur og renna í ríkissjóð. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða í samráði við fjármálaráðuneytið og við erum að skoða þessi mál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Borgarstjóri segir vel geta hugsað sér fyrirkomulag þar sem gistináttagjaldið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. „Við erum alveg opin fyrir öllum útfærslum á því. Það er markmiðið sem skiptir mestu máli. Þar sem álagið er, þar sem fjárfesta þarf í innviðum, veita þjónustu og leggja pening í rekstur, þar komi tekjurnar á móti,“ segir Dagur. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur ekki notið aukins ferðamannafjölda í borginni í formi hærri skatttekna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri vill að Reykjavík fái gistináttagjald á reykvískum hótelum til að standa straum af kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur verið ævintýri líkastur. Ef spár ganga eftir munu tvær milljónir ferðamanna sækja landið heim árið 2018. Mikil aukning ferðamanna hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir íslensk sveitarfélög vegna þjónustu við þá. Vegna ferðamannastraumsins og þess kostnaðar sem sveitarfélögin bera vegna hans hafa vaknað spurningar um hvort sanngjarnt sé að sveitarfélög, eins og Reykjavík, fái auknar skatttekjur til að mæta kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. Auk sorphirðu og viðhalds helstu innviða má nefna hér sundlaugar Reykjavíkurborgar en ferðamenn sem sækja borgina njóta þess að reykvískir skattgreiðendur niðurgreiða sundferðir þeirra enda greiða þeir sama verð fyrir miðann í laugina og íbúarnir.Hafa ekki séð auknar skatttekjur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að borgin hafi ekki séð auknar skatttekjur vegna ferðamannastraumsins. „Við sjáum það ekki eins mikið í útsvarinu eins og við hefðum getað búist við. Skatttekjur af ferðamönnum renna fyrst og fremst til ríkisins í formi virðisaukaskatts og gistináttagjalds,“ segir Dagur. Hann segir eðlilegt að Reykjavíkurborg fái gistináttagjaldið til að mæta auknum kostnaði vegna þjónustu við ferðamenn. „Við höfum fært rök fyrir því að Reykjavík og sveitarfélögin fái gistináttagjaldið, sem um allan heim eru sveitarfélagaskattar, til að standa straum af meiri umhirðu, innviðum og öðru sem við þurfum að standa undir.“Skattkerfisbreytingar skoðaðar í samráði við fjármálaráðuneytið „Við vitum að sveitarfélögin bera mikinn kostnað af ferðaþjónustunni án þess að fá sambærilegar tekjur og renna í ríkissjóð. Þetta er eitthvað sem við þurfum að skoða í samráði við fjármálaráðuneytið og við erum að skoða þessi mál,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra. Borgarstjóri segir vel geta hugsað sér fyrirkomulag þar sem gistináttagjaldið skiptist milli ríkis og sveitarfélaga. „Við erum alveg opin fyrir öllum útfærslum á því. Það er markmiðið sem skiptir mestu máli. Þar sem álagið er, þar sem fjárfesta þarf í innviðum, veita þjónustu og leggja pening í rekstur, þar komi tekjurnar á móti,“ segir Dagur.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira