Michael Jackson vildi vera Jar Jar Binks Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. júlí 2015 10:38 Gunganinn vísir/getty Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða. Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Hefur þú efast um faðerni þitt eða barns þíns? Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Hefði Michael Jackson getað gert Jar Jar Binks þolanlegri? Vísir ætlar að leyfa sér að efast um það. Söngvarinn sálugi sóttist í það minnsta eftir hlutverki Gungans sprenghlægilega ef marka má manninn sem hreppti það að lokum, Ahmed Best. Hann sagði frá því hvernig hann komst á snoðir um áhuga Jacksons í samtali við Vice í gær. Þar sagði Best að hann hafi verið baksviðs á tónleikum Michael Jackson ásamt leikstjóranum George Lucas sem kynnti Jackson fyrir Best sem Jar Jar. Leikarinn skildi hvorki upp né niður í neinu og bað um frekari útskýringar á nafngiftinni og sagði Lucas honum þá að; „Michael vildi hlutverkið en hann vildi gera það með aðstoð búnings og förðunar eins og í Thriller,” sagði Best. „George vildi gera það í tölvu. Mig grunar að Michael Jackson hefði orðið stærri heldur en myndin og ég efast um að hann hefði viljað það,” sagði hann ennfremur og vísaði þar til leikstjórans Lucas. Söngvarinn lék þó í hinum ýmsu kvikmyndum á sínum tíma. Hann brá sér til að mynda í hlutverk fuglarhræðunnar í kvikmyndinni Wiz og þá var hann Agent M í Men in Black 2. Í viðtalinu við Vice segist Ahemd Best ekki sjá eftir því að hafa þegið hlutverkið þrátt fyrir að fáir aðdáendur Stjörnustríðsmyndanna hafi líkað vel við hinn eyrnalanga Jar Jar. Til að mynda kom út bók sem bar einfaldlega nafnið Jar Jar Binks must die og þá var Gunganinn kosinn ein mest pirrandi kvikmyndapersóna allra tíma. Hlutverkið hafi verið það stærsta sem nokkurn tímann hafi rekið á fjörur hans, bæði fyrr og síðar. Það hafi opnað hinar ýmsu dyr fyrir Best og veitt honum tækifæri sem honum hefðu aldrei staðið annars til boða.
Tengdar fréttir J.J. Abrams íhugaði að drepa Jar Jar Binks „Mér er alvara.“ 8. maí 2015 16:41 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Hefur þú efast um faðerni þitt eða barns þíns? Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira