Á undan snæddi fjölskylda Gates kvöldverð á staðnum. Íbúi í Reykholti sagði við Vísi að engum væri hleypt að Friðheimum, lífverðir á bíl lokuðu veginum að bænum á meðan Bill og fjölskylda eru á staðnum. Þau komu ekki á þyrlu á staðinn, heldur á bíl með fylgdarliði sínu.
Gates er stofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins Microsoft og ríkasti maður heims. Hann dvelur í sumarbústað á Suðurlandi í nokkra daga.
