Bein útsending: Stendur Íslendingur uppi sem sigurvegari á heimsleikunum í CrossFit? Anton Ingi Leifsson skrifar 26. júlí 2015 21:33 Hvað gera Íslendingarnir? Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum. Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira
Heimsleikunum í CrossFit lýkur í nótt, en nú rétt í þessu hófst síðasta greinin í einstaklingskeppninni. Útsendingin er að sjálfsögðu í beinni á Vísi. Síðasta greinin ber nafnið Pedal to the Metal 1 og Pedal to the Metal 2. Þar þurfa íslensku keppendurnir að ná hagstæðum úrslitum til þess að ná á verðlaunapall. Fyrir síðustu greinina í kvennaflokki er Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í efsta sætinu með 653 stig og Katrín Tanja Davíðsdóttir er í öðru sæti með 636 stig. Þuríður Erla Helgadóttir er í 31. sæti. Í karlaflokki er Björgvin Karl Guðmundsson í fjórða sæti með 614 stig, en hann er 133 stigum á eftir Ben Smith sem er á toppnum. Ben og Mathew Fraser hafa nokkuð afgerandi forystu. Hægt er að fylgjast með beinu útsendingunni hér að neðan.00.57: KATRÍN TANJA ENDAR UPPI SEM HEIMSMEISTARI Á LEIKUNUM! Meira um málið hér.00.33: Jæja! Nú fara stelpurnar að byrja. Maðurinn er orðinn vel gíraður fyrir þessu og ég held og veit að stelpurnar eru það einnig. Ragnheiður er efst fyrir lokaumferðirnar og Katrín Tanja er í öðru sæti!00.20: BJÖRGVIN TÓK BRONSIÐ! Þvílíkur maður! Sýndi óborganlegan styrk og hirti brons. Frábærlega gert hjá pilti. Lestu meira um málið hér.00.04: Björgvin Karl lenti í sjöunda sæti í fyrri PTTM-inu, en hann er í fjórða sætinu samtals á stigum. Vonandi nær hann að skjótast upp í þriðja sætið í seinna PTTM-inu!23.57: Björgvin Karl er að gera sig klárann. Það eru nokkrar sekúndur þangað til hann fer í gegnum brautina. Koma svoooo!23.50: Virðist vera einhver smá bið þessa stundina. Útsendingin er í það minnsta ekki í gangi eins og er. Vonandi fer þetta að byrja hvað og hverju - spennan óbærilega en ég sakna samt gaursins á novaisland Snapchattinu!23.35: Það eru nokkrar mínútur, ég endurtek, nokkrar mínútur þangað til Ragnheiður Sara og Katrín Tanja geysast út í brautina og svo Björgvin! Þvílík spenna. Sjónvarpsglugginn með beinni útsendingu er neðst í greininni. Sendum góða strauma!23.27: Nú er enginn Íslendingur í brautinni og tek því ég við hrósum á meðan fyrir frábæra textalýsingu á nafninu Anton Ingi Leifsson á Facebook eða @antonleifs á Twitter. Syngiði með! Það styttist samt í hina keppendurna svo ekki vera skrifa rosa löng bréf.23.20: Þuríður Erla endaði í áttunda sæti í PTTM 2 og fékk 68 stig í síðari umferðinni. Hún er sem stendur í 28. sæti.23.11: Þuríður fékk 72 stig í fyrri PTTM umferðinni og er í 28. sætinu. Seinni umferðin er að fara í gang.23.04: Þuríður Erla er núna að undirbúa sig fyrir að fara í gegnum brautina! Koma svo Þuríður - við stöndum með þér!22.59: Samkvæmt frændanum sem sér um novaisland Snapchatið þá fer Björgvin fyrst í gegnum brautina og svo taka þær Ragnheiður Sara og Katrín Tanja við. Hann er þarna úti að fylgjast með þeim og er duglegur að senda "snöp". Toppmaður!22.43: Nei, heyrðu! Þeir ætla að bíða með efsta riðilinn hjá körlunum og fara víst beint yfir í stelpurnar núna. Athyglisvert fyrirkomulag, en hvað getum við verið að rífa kjaft? Skemmtun alla leið! Mér sýnist engin af okkar stelpum vera í fyrsta hollinu.22.25: Fyrir þá sem hafa ekki verið vel með á nótunum er Annie Mist hætt keppni. Hún fékk hitaslag í fyrstu keppnisgrein mótsins sem fór fram á föstudag.22.16: Fyrstu ráshóparnir eru farnir út í karlaflokki, en Björgvin Karl Guðmundsson er væntanlegur út á allra næstu mínútum.
Íþróttir Tengdar fréttir Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43 Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki Enski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Körfubolti Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir Damir ekki lengi að opna markareikninginn í Asíu Orri áfram í bikarnum en af velli í hálfleik Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Í beinni: Liverpool - Manchester United | Erkifjendur mætast í vetrarríki ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppliðið heimsækir meistarana sem eru við botninn Martin glímir við meiðsli í hásin Amorim segir leikmenn sína hrædda Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Allt er fertugum LeBron fært „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Dagskráin í dag: Toppslagur í NBA, lokaumferð NFL, Grindavík og margt fleira Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Karlalið Vals er lið ársins 2024 Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sigurbjörn Bárðarson tekinn inn í Heiðurshöll ÍSÍ Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Sjá meira
Annie Mist hætti keppni Náði sér ekki á strik eftir að hafa orðið fyrir hitaslagi í fyrstu grein. 26. júlí 2015 19:43