Betur verður fylgst með boltunum í NFL-deildinni Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. júlí 2015 22:45 Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots. Vísir/Getty Dómarar í NFL-deildinni munu fylgjast betur með að boltarnir sem notaðir eru í leikjum séu ekki of linir á næsta tímabili. Var þessi ákvörðun tekin eftir að upp komst um að New England Patriots hefði sett of lítið loft í boltana fyrir leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitaleik AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Er talið að Patriots hafi hleypt lofti úr boltunum, gert að ósk Tom Brady, leikstjórnenda liðsins. Samkvæmt rannsókn sem gerð var um málið var loft tekið úr boltunum en Brady hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu. Var hann dæmdur í vor í fjögurra leikja bann ásamt því að liðið missti tvo valrétti í nýliðavalinu og var gert að greiða eina milljón bandaríkjadollara í sekt. Kemur það fram á miðlum erlendis að betur verður fylgst með vigtuninni þegar boltar eru rannsakaðir ásamt því að dómarar munu af og til á meðan leik stendur rannsaka bolta að eigin vild. Voru reglurnar á síðasta tímabili að boltarnir voru prófaðir fyrir leik og aðeins einn vigtaður en framkvæmdarstjóri Indianapolis Colts, Ryan Grigson, sagði að það væri alþekkt innan deildarinnar að boltastrákar breyttu ástandi boltanna eftir að dómararnir væru farnir. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem Patriots er sakað um vafasama hegðun undir stjórn Bill Belichick en árið 2007 var þjálfarinn staðinn við að hafa tekið ólöglegar myndir af handabendingum andstæðinga liðsins. NFL Tengdar fréttir Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30 Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45 Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira
Dómarar í NFL-deildinni munu fylgjast betur með að boltarnir sem notaðir eru í leikjum séu ekki of linir á næsta tímabili. Var þessi ákvörðun tekin eftir að upp komst um að New England Patriots hefði sett of lítið loft í boltana fyrir leik liðsins gegn Indianapolis Colts í úrslitaleik AFC-deildarinnar á síðasta tímabili. Er talið að Patriots hafi hleypt lofti úr boltunum, gert að ósk Tom Brady, leikstjórnenda liðsins. Samkvæmt rannsókn sem gerð var um málið var loft tekið úr boltunum en Brady hefur lýst yfir sakleysi sínu í málinu. Var hann dæmdur í vor í fjögurra leikja bann ásamt því að liðið missti tvo valrétti í nýliðavalinu og var gert að greiða eina milljón bandaríkjadollara í sekt. Kemur það fram á miðlum erlendis að betur verður fylgst með vigtuninni þegar boltar eru rannsakaðir ásamt því að dómarar munu af og til á meðan leik stendur rannsaka bolta að eigin vild. Voru reglurnar á síðasta tímabili að boltarnir voru prófaðir fyrir leik og aðeins einn vigtaður en framkvæmdarstjóri Indianapolis Colts, Ryan Grigson, sagði að það væri alþekkt innan deildarinnar að boltastrákar breyttu ástandi boltanna eftir að dómararnir væru farnir. Var þetta ekki í fyrsta skipti sem Patriots er sakað um vafasama hegðun undir stjórn Bill Belichick en árið 2007 var þjálfarinn staðinn við að hafa tekið ólöglegar myndir af handabendingum andstæðinga liðsins.
NFL Tengdar fréttir Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30 Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00 Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30 Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45 Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Risaleikur og nýjar stjörnur Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Í beinni: Osasuna - Real Sociedad | Skorar Orri aftur? Í beinni: Haukar - Þór Þorl. | Unnu síðast útileik fyrir þremur mánuðum Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Lewandowski tryggði Barcelona sigur Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Sjá meira
Líklegt að meistararnir hafi svindlað NFL-deildin setti í gang mikla rannsókn á því hvort meistarar New England Patriots hafi svindlað í úrslitakeppninni og nú er búið að skila 243 blaðsíðna skýrslu. 7. maí 2015 14:30
Tom Brady: Skýrslan skemmir ekki Super Bowl-sigurinn Samkvæmt rannsóknarskýrslu um Deflate-gate í undanúrslitum NFL-deildarinnar vissi leikstjórnandi New England Patriots að boltarnir væru linir. 8. maí 2015 16:00
Tom Brady byrjar titilvörnina í fjögurra leikja banni Tom Brady, leikstjórnandi NFL-meistara New England Patriots, var í gær dæmdur í fjögurra leikja bann vegna vitneskju hans og þáttöku í stóra boltamálinu þegar Patriots-liðið braut reglur með því að taka loft úr keppnisboltum fyrir leik í úrslitakeppninni á síðasta tímabili. 12. maí 2015 08:30
Forráðamenn Colts vissu að Patriots ætlaði að svindla Stóra boltamálið í kringum leik New England Patriots og Indianapolis Colts tröllríður nú öllu í Bandaríkjunum. 8. maí 2015 22:45