Fótbolti

Arnór Ingvi varði með hendi á línu frá Birki Má | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Allt varð vitlaust í Tele2-höllinni, heimavelli Hammarby.
Allt varð vitlaust í Tele2-höllinni, heimavelli Hammarby. mynd/skjáskot
Arnór Ingvi Traustason var í sigurliði Norrköping sem lagði Hammarby, 1-0, í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld eins og greint var frá á Vísi.

Arnór Ingvi átti stóran þátt í sigri liðsins, þó ekki með að skora heldur með því að verja boltann með hendi á línu síns eigins marks.

Hann kom í veg fyrir að landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson skoraði í uppbótartíma fyrri hálfleiks eftir hornspyrnu.

Markvörður Norrköping varði skot Birkis Más af stuttu færi en hélt ekki boltanum. Þegar hann stefndi í netið laumaði Keflvíkingurinn hendi í boltann og sló hann til markmannsins.

„Þetta gerðist svo hratt en já, ég held að boltinn hafi farið í höndina á mér. Hvað get ég sagt? Dómarinn ræður og hann tók ákvörðun að dæma ekki neitt,“ sagði Arnór Ingvi í viðtali við fotbollskanalen eftir leikinn.

Atvikið má sjá í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×