Mesti hagnaður Ford í 15 ár Finnur Thorlacius skrifar 28. júlí 2015 11:31 Ford F-150. Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug. Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent
Fyrri helmingur ársins í ár var Ford gjöfull og hefur fyrirtækið ekki hagnast meira á fyrri helmingi árs í 15 ár. Skilaði rekstur Ford nú 254 milljarða króna hagnaði. Velta Ford minnkaði um 0,3% en hagnaður af sölu náði 7,2%, en var 6,6% í fyrra. Hagnaðaraukningin í Bandaríkjunum jókst um 10% og haft er eftir forsvarmönnum Ford að seinni helmingur ársins skili jafnvel enn meiri hagnaði. Hagnaður af sölu Ford bíla jókst um 44% á milli ára. Hagnaður Ford á fyrri helmingi þessa árs hefði líklega orðið meiri ef söluhæsti bíll þess í Bandaríkjunum, Ford F-150 pallbíllinn, hefði ekki gengið í gegnum stórvæga endurnýjun þar sem smíði hans var breytt frá því að vera aðallega smíðaður úr stáli en þess í stað aðallega úr áli. Við breytinguna var smíði hans á tíma hætt vegna stórvægilegra breytinga á verksmiðjum þeim þar sem hann er settur saman. Við það minnkaði sala hans, en er nú aftur komin á flug.
Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent