Brestir í aðgerðaáætlun gegn mansali Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. júlí 2015 19:30 Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“ Mansal í Vík Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins um aðgerðir einstakra ríkja heims gegn mansali sem kom út á mánudag eru gerðar alvarlega athugasemdir við framkvæmd aðgerðaráætlunar íslenskra stjórnvalda. Bæta þurfi eftirlit á vinnustöðum, þekkingu saksóknara og dómara á mansali og efla löggæslu. Í fréttum okkar í síðustu viku greindum við frá því að mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu væri að aðstoða lögregluna í Bolungarvík vegna mögulegs mansals er varðar tuttugu pólska starfsmenn í fiskvinnslu Jakobs Valgeirs. En í skýrslu bandaríska utanríkisráðuneytisins er mansal á Íslandi sagt fara fram í fiskvinnslu, veitingastöðum, byggingariðnaði og á nuddstofum.Í úttektum Fréttablaðsins á þessu ári hefur verið greint frá umfangi og tilvist mansals á Íslandi, fjárskorti og úrræðaleysi í málefnum þolenda. Þingflokksformaður Vinstri Grænna, Svandís Svavarsdóttir, segir efni skýrslunnar alvarlegt. „Þetta eru alvarlegar fréttir fyrir Ísland og vekur okkur til umhugsunar um það að svo virðist sem að hvorki stjórnvöld né almenningur hafi látið sig þennan þátt varða nægilega. Við virðumst ekki hafa horft í augu við það að þetta er íslenskur veruleiki því miður.“ Innanríkisráðherra verði að svara fyrir hvers vegna svo fá atriði áætlunar stjórnvalda hafi komið til framkvæmda en Svandís lagði fram fyrirspurn og spurði um framfylgd aðgerðaáætlunar gegn mansali fyrr í vetur. „Nú kemur fram staðfesting á því að mansalsáætlun var ekki sett fram í lausu lofti heldur af raunverulegri þörf. Það kemur líka fram í þessari skýrslu að spurningin var heldur ekki úr lausu lofti gripin að spyrja hversu vel áætluninni var fylgt eftir. Ég held að ráðherra þessa málaflokks þurfi að svara því áður en þingið kemur saman til hausts með hvaða hætti framkvæmdavaldið ætlar að taka á þessu með ábyrgum hætti.“ John Kerry minnir á að baráttan gegn mansali sé gríðarleg áskorun sem allir þurfi að taka þátt í. „Hvað ef mansalsfórnarlambið væri einhver sem við þekktum? Hvað ef það væri nágranni okkar, eða verra eins og í martröð, sonur eða dóttir eða einhver nákominn?“
Mansal í Vík Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira