Grikkir þurfi að afsala sér fjárhagslegu fullveldi Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 12. júlí 2015 21:54 Grikkir þurfa að ganga í svo umfangsmiklar aðgerðir að þeim hefur verið líkt við pyntingaraðgerðir. vísir/epa Evrópskir leiðtogar fara fram á að Grikkir nánast afsali sér fjárhagslegu fullveldi sínu og ráðist í allsherjar niðurskurðaraðgerðir, gjörbreyti skatt- og lífeyriskerfi landsins og einkavæði ríkisfyrirtæki, vilji þeir halda áfram í evrusamstarfinu og forða sér frá gjaldþroti. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tillögu Evrópusambandsins að samkomulagi við Grikki, eftir fund grískra stjórnvalda með fjármálaráðherrum ríkja ESB í dag. Á fundinum var Grikkjum gefinn þriggja sólarhringa frestur til að ganga að nýjum skilyrðum kröfuhafa til lausnar skuldavanda landsins. Grikkir þurfa að ganga í svo umfangsmiklar aðgerðir að þeim hefur verið líkt við pyntingaraðgerðir. Gríska ríkisstjórnin hefur lagt fram sínar tillögur sem eru að mörgu leyti svipaðar þeim og Grikkir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir viku síðan. Talið er að fjögur lönd standi helst gegn því að tillögurnar verði samþykktar; Þýskaland, Slóvakía, Belgía og Finnland. Þýska blaðið Der Spiegel hvatti í dag Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til þess að koma í veg fyrir útgöngu Grikkja úr myndsamstarfinu. Mikilvægasta stund hennar í starfi kanslara sé runnin upp, en hún snúist um framtíð Evrópusambandsins. Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Evrópskir leiðtogar fara fram á að Grikkir nánast afsali sér fjárhagslegu fullveldi sínu og ráðist í allsherjar niðurskurðaraðgerðir, gjörbreyti skatt- og lífeyriskerfi landsins og einkavæði ríkisfyrirtæki, vilji þeir halda áfram í evrusamstarfinu og forða sér frá gjaldþroti. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í tillögu Evrópusambandsins að samkomulagi við Grikki, eftir fund grískra stjórnvalda með fjármálaráðherrum ríkja ESB í dag. Á fundinum var Grikkjum gefinn þriggja sólarhringa frestur til að ganga að nýjum skilyrðum kröfuhafa til lausnar skuldavanda landsins. Grikkir þurfa að ganga í svo umfangsmiklar aðgerðir að þeim hefur verið líkt við pyntingaraðgerðir. Gríska ríkisstjórnin hefur lagt fram sínar tillögur sem eru að mörgu leyti svipaðar þeim og Grikkir höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir viku síðan. Talið er að fjögur lönd standi helst gegn því að tillögurnar verði samþykktar; Þýskaland, Slóvakía, Belgía og Finnland. Þýska blaðið Der Spiegel hvatti í dag Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, til þess að koma í veg fyrir útgöngu Grikkja úr myndsamstarfinu. Mikilvægasta stund hennar í starfi kanslara sé runnin upp, en hún snúist um framtíð Evrópusambandsins.
Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira