Viðskipti erlent

Forstjóri Nintendo látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Satoru Iwata settist í stól forstjóra Nintendo árið 2002.
Satoru Iwata settist í stól forstjóra Nintendo árið 2002. Vísir/AFP
Satoru Iwata, forstjóri japanska tölvuleikjarisans Nintendo, lést á laugardag, 55 ára að aldri. Iwata lést eftir baráttu við krabbamein.

Iwata hóf störf hjá fyrirtækinu sem forritari á níunda áratugnum og settist í stól forstjóra árið 2002.

Meðal stærstu sigra hans í forstjórastólnum eru tvær af vinsælustu leikjatölvum fyrirtækisins, Nintendo DS og Wii, sem komu Nintendo aftur í fremstu röð í leikjabransanum og tvöfölduðu virði þess. The Verge hefur tekið saman nokkur lykilatriði í ferli Iwata hjá Nintendo.

Hér fyrir neðan má sjá teikningu sem aðdáandi birti á Twitter í dag en þar sjást þekktar leikjapersónur Nintendo syrgja Iwata.

Fjöldi aðdáenda og miðla um heim allan hafa minnst Iwata á hjartnæman hátt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×