Verður þetta næsti andstæðingur Gunnars? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júlí 2015 10:49 Thompson kláraði Ellenberger með tveimur frábærum spörkum. Vísir/Getty John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, er þegar byrjaður að vinna í því að fá andstæðing fyrir næsta bardaga Gunnars. Gunnar vann um helgina frábæran sigur á Brandon Thatch á mögnuðu bardagakvöldi í Las Vegas sem kunnugt er. Sigurinn vakti mikla athygli á Gunnari en þetta var hans fyrsti bardagi á stóra sviðinu í Bandaríkjunum. Á sunnudagskvöld fór fram bardagakvöld á vegum UFC þar sem Stephen „Wonderboy“ Thompson gersigraði Jake Ellenberger í veltivigt, sama þyngdarflokki og Gunnar keppir í.Úr bardaganum í gær.Vísir/GettyKavanagh skrifaði á Twitter-síðu sína bæði fyrir og eftir bardagann að hann sé hrifinn af Thompson og að hann væri spenntur fyrir því sjá hann berjast næst gegn Gunnari í Dyflinni í október. Enn fremur sagði hann að bardaginn gæti verið aðalbardagi kvöldsins og beindi hann orðum sínum að Sean Shelby, sem er einn áhrifamesti maður innan UFC og starfar við það að raða niður bardögum. Sjálfur sagði Thompson eftir sigurinn á Ellenberger að hann væri spenntur fyrir því að berjast gegn Gunnari. „Ég held að það væri mjög áhugaverð viðureign. Ég veit að hann er alvöru bardagamaður í gólfinu en ég er til í hvað sem er núna,“ sagði hann.Vísir/Getty„Ég vil komast inn á topp fimm (á styrkleikalistanum) og gera atlögu að titlinum. Þess vegna erum við í þessu - við viljum allir verða bestir.“ Thompson er þekktur sem öflugur sparkboxari (e. kickboxing) og má gera ráð fyrir því að það yrði áskorun fyrir Gunnar að takast á við hann. Gunnar sýndi þó gegn Thatch um helgina að hann getur vel barist fyrir sínu standandi og komið andstæðingum sínum niður á gólf með þungum höggum.Sitting down to @WonderboyMMA now. As a fan, him v @GunniNelson for @ufc Dublin main event in October sounds good @seanshelby !— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015 Wow what a great performance by @WonderboyMMA - let's do Dublin in October! #Karate #UFCDublin #Gunni-V-Stephen @seanshelby— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015 MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Gunnar í besta formi lífsins: Ég er tilbúinn Gunnar Nelson ætlar sér að klára bardagann í Las Vegas í kvöld en ekki láta dómara skera úr um sigurvegara. 11. júlí 2015 10:00 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, er þegar byrjaður að vinna í því að fá andstæðing fyrir næsta bardaga Gunnars. Gunnar vann um helgina frábæran sigur á Brandon Thatch á mögnuðu bardagakvöldi í Las Vegas sem kunnugt er. Sigurinn vakti mikla athygli á Gunnari en þetta var hans fyrsti bardagi á stóra sviðinu í Bandaríkjunum. Á sunnudagskvöld fór fram bardagakvöld á vegum UFC þar sem Stephen „Wonderboy“ Thompson gersigraði Jake Ellenberger í veltivigt, sama þyngdarflokki og Gunnar keppir í.Úr bardaganum í gær.Vísir/GettyKavanagh skrifaði á Twitter-síðu sína bæði fyrir og eftir bardagann að hann sé hrifinn af Thompson og að hann væri spenntur fyrir því sjá hann berjast næst gegn Gunnari í Dyflinni í október. Enn fremur sagði hann að bardaginn gæti verið aðalbardagi kvöldsins og beindi hann orðum sínum að Sean Shelby, sem er einn áhrifamesti maður innan UFC og starfar við það að raða niður bardögum. Sjálfur sagði Thompson eftir sigurinn á Ellenberger að hann væri spenntur fyrir því að berjast gegn Gunnari. „Ég held að það væri mjög áhugaverð viðureign. Ég veit að hann er alvöru bardagamaður í gólfinu en ég er til í hvað sem er núna,“ sagði hann.Vísir/Getty„Ég vil komast inn á topp fimm (á styrkleikalistanum) og gera atlögu að titlinum. Þess vegna erum við í þessu - við viljum allir verða bestir.“ Thompson er þekktur sem öflugur sparkboxari (e. kickboxing) og má gera ráð fyrir því að það yrði áskorun fyrir Gunnar að takast á við hann. Gunnar sýndi þó gegn Thatch um helgina að hann getur vel barist fyrir sínu standandi og komið andstæðingum sínum niður á gólf með þungum höggum.Sitting down to @WonderboyMMA now. As a fan, him v @GunniNelson for @ufc Dublin main event in October sounds good @seanshelby !— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015 Wow what a great performance by @WonderboyMMA - let's do Dublin in October! #Karate #UFCDublin #Gunni-V-Stephen @seanshelby— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015
MMA Tengdar fréttir Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59 Gunnar í besta formi lífsins: Ég er tilbúinn Gunnar Nelson ætlar sér að klára bardagann í Las Vegas í kvöld en ekki láta dómara skera úr um sigurvegara. 11. júlí 2015 10:00 Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40 Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06 Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Þvílíkur draumur fyrir tvítugan strák á HM í pílukasti Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar Sárnaði hatursskilaboð sem sonurinn fékk „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Sjá meira
Gunnar: Gólfið er minn vígvöllur "Þetta er það sem við höfum verið að vinna með og oft sést ekki það sem skiptir máli í bardaganum," sagði sigurreifur Gunnar Nelson við Vísi skömmu eftir bardagann í nótt. 12. júlí 2015 07:59
Gunnar í besta formi lífsins: Ég er tilbúinn Gunnar Nelson ætlar sér að klára bardagann í Las Vegas í kvöld en ekki láta dómara skera úr um sigurvegara. 11. júlí 2015 10:00
Sjáðu Gunnar Nelson hengja Thatch Gunnar Nelson stimplaði sig inn í Bandaríkjunum með látum þegar hann pakkaði Brandon Thatch saman á UFC189. 12. júlí 2015 03:40
Þjóðin missti sig á Twitter: Dúndrið Gunnari á peningaseðil Gunnar Nelson hengdi Brandon Thatch í fyrstu lotu í bardaga þeirra á UFC189 í Las Vegas í nótt. 12. júlí 2015 03:06
Gunnar vann í fyrstu lotu og Conor varð heimsmeistari Gunnar Nelson vann glæsilegan sigur á Brandon Thatch í fyrstu lotu og Conor McGregor varð heimsmeistari á sögulegu kvöldi í Las Vegas. 11. júlí 2015 13:15