Gunnar vann um helgina frábæran sigur á Brandon Thatch á mögnuðu bardagakvöldi í Las Vegas sem kunnugt er. Sigurinn vakti mikla athygli á Gunnari en þetta var hans fyrsti bardagi á stóra sviðinu í Bandaríkjunum.
Á sunnudagskvöld fór fram bardagakvöld á vegum UFC þar sem Stephen „Wonderboy“ Thompson gersigraði Jake Ellenberger í veltivigt, sama þyngdarflokki og Gunnar keppir í.

Enn fremur sagði hann að bardaginn gæti verið aðalbardagi kvöldsins og beindi hann orðum sínum að Sean Shelby, sem er einn áhrifamesti maður innan UFC og starfar við það að raða niður bardögum.
Sjálfur sagði Thompson eftir sigurinn á Ellenberger að hann væri spenntur fyrir því að berjast gegn Gunnari.
„Ég held að það væri mjög áhugaverð viðureign. Ég veit að hann er alvöru bardagamaður í gólfinu en ég er til í hvað sem er núna,“ sagði hann.

Thompson er þekktur sem öflugur sparkboxari (e. kickboxing) og má gera ráð fyrir því að það yrði áskorun fyrir Gunnar að takast á við hann. Gunnar sýndi þó gegn Thatch um helgina að hann getur vel barist fyrir sínu standandi og komið andstæðingum sínum niður á gólf með þungum höggum.
Sitting down to @WonderboyMMA now. As a fan, him v @GunniNelson for @ufc Dublin main event in October sounds good @seanshelby !
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015
Wow what a great performance by @WonderboyMMA - let's do Dublin in October! #Karate #UFCDublin #Gunni-V-Stephen @seanshelby
— Coach Kavanagh (@John_Kavanagh) July 13, 2015