Segir engan vilja ræða efnahagsmál innan evruhópsins: „Þú gætir allt eins verið að syngja sænska þjóðsönginn“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. júlí 2015 00:01 Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands. vísir/getty Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, er í afar opinskáu viðtali á vef breska tímaritsins New Statesman. Varoufakis sagði af sér embætti í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem haldin var þann 5. júlí síðastliðinn vegna þrýstings frá evrópskum leiðtogum um að hann tæki ekki frekari þátt í skuldaviðræðum þjóðarinnar. Viðtalið við Varoufakis var tekið í síðustu viku, áður en Grikkir náðu samkomulagi við lánardrottna í morgun. Aðspurður hvort að samningar sem kynnu að nást á næstu dögum yrðu góðir fyrir þjóð hans sagði Varoufakis: „Ef eitthvað þá verða þeir verri. Ég trúi því og treysti að ríkisstjórnin okkar leggi áherslu á endurskipulagningu skulda ríkisins en ég fæ ekki séð að þýski fjármálaráðherrann [Wolfgang Schäuble] muni nokkurn tímann samþykkja það. Ef hann gerir það verður það kraftaverk.“ Skemmst er frá því að segja að ekkert slíkt kraftaverk varð um helgina heldur felur samkomulag Grikkja við lánardrottna í stuttu máli í sér skattahækkanir og mikinn niðurskurð. Á móti fær ríkið enn á ný neyðarlán, í þetta sinn upp á 82 til 86 milljarða evra.Þýski fjármálaráðherrann fastur fyrirVaroufakis ber evruhópnum ekki vel söguna. Lánardrottnar hafi meðal annars viljað hann út því hann hafi viljað ræða efnahagsmál innan evruhópsins en það hafi enginn annar viljað. „Þú setur fram efnahagsleg rök fyrir einhverju sem þú hefur virkilega unnið að og það er bara starað á þig. Það er eins og þú hafir ekki sagt orð. [...] Þú gætir allt eins verið að syngja sænska þjóðsönginn, þú fengir sama svarið. Og það vekur undrun hjá þeim sem er vanur rökræðum innan akademíunnar... Þar tekur hinn aðilinn alltaf þátt. Þarna tók enginn þátt.“ Varoufakis segir að Schäuble hafi verið mjög fastur fyrir allan tímann enda ráði hann því sem hann vilji ráða innan evruhópsins. „Hans skoðun var þessi: „Ég ætla ekki að ræða áætlunina. Þetta var samþykkt af fyrri ríkisstjórn og við getum alls ekki leyft kosningum að breyta því. Það er alltaf verið að halda kosningar, við erum 19 í þessum hóp, svo ef við þyrftum alltaf að breyta einhverju í hvert skipti þá þýddu þessir samningar á milli okkar ekki neitt.““Evruhópurinn með mestu völdin en er í raun ekki til Varoufakis segist þá hafa staðið upp og sagt: „Nú, jæja. Við ættum þá kannski ekki að halda kosningar í skuldsettum ríkjum.“ Hann fékk ekkert svar: „Ég túlkaði þögnina sem svo að þeir hugsuðu: „Já, það er góð hugmynd en erfið í framkvæmd. Svo annað hvort fylgirðu línunni eða þú ferð út.““ Að mati Varoufakis er stærsta vandamál evruhópsins skortur á regluverki í kringum það hvernig hann starfar. Evruhópurinn sé í raun ekki til í neinum lögum Evrópusambandsins og engir formlegir samningar milli ríkja hafa verið undirritaðir vegna hópsins. „Svo hópurinn er ekki til en hefur engu að síður mestu völdin til að taka ákvarðanir um líf Evrópubúa. Hópurinn þarf ekki að svara fyrir sig hjá neinum, þar sem engin lög ná yfir hann, engar fundargerðir eru skráðar og allt sem fram fer er í trúnaði. Þannig að enginn borgari veit hvað fer þarna fram... Þarna eru ákvarðanir teknar upp á nánast líf og dauða og ekkert ríki þarf að svara fyrir eitt né neitt.“ Lesa má tvær útgáfur af viðtalinu við Varoufakis á vef New Statesman, hér og hér. Grikkland Tengdar fréttir Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins. 13. júlí 2015 11:55 „Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. 13. júlí 2015 08:56 Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. 13. júlí 2015 12:00 Tusk meinaði Tsipras og Merkel útgöngu úr fundarherberginu Minnstu munaði að upp úr slitnaði á samningafundi varðandi málefni Grikklands í Brussel klukkan sex í morgun. 13. júlí 2015 13:45 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Yanis Varoufakis, fyrrverandi fjármálaráðherra Grikklands, er í afar opinskáu viðtali á vef breska tímaritsins New Statesman. Varoufakis sagði af sér embætti í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem haldin var þann 5. júlí síðastliðinn vegna þrýstings frá evrópskum leiðtogum um að hann tæki ekki frekari þátt í skuldaviðræðum þjóðarinnar. Viðtalið við Varoufakis var tekið í síðustu viku, áður en Grikkir náðu samkomulagi við lánardrottna í morgun. Aðspurður hvort að samningar sem kynnu að nást á næstu dögum yrðu góðir fyrir þjóð hans sagði Varoufakis: „Ef eitthvað þá verða þeir verri. Ég trúi því og treysti að ríkisstjórnin okkar leggi áherslu á endurskipulagningu skulda ríkisins en ég fæ ekki séð að þýski fjármálaráðherrann [Wolfgang Schäuble] muni nokkurn tímann samþykkja það. Ef hann gerir það verður það kraftaverk.“ Skemmst er frá því að segja að ekkert slíkt kraftaverk varð um helgina heldur felur samkomulag Grikkja við lánardrottna í stuttu máli í sér skattahækkanir og mikinn niðurskurð. Á móti fær ríkið enn á ný neyðarlán, í þetta sinn upp á 82 til 86 milljarða evra.Þýski fjármálaráðherrann fastur fyrirVaroufakis ber evruhópnum ekki vel söguna. Lánardrottnar hafi meðal annars viljað hann út því hann hafi viljað ræða efnahagsmál innan evruhópsins en það hafi enginn annar viljað. „Þú setur fram efnahagsleg rök fyrir einhverju sem þú hefur virkilega unnið að og það er bara starað á þig. Það er eins og þú hafir ekki sagt orð. [...] Þú gætir allt eins verið að syngja sænska þjóðsönginn, þú fengir sama svarið. Og það vekur undrun hjá þeim sem er vanur rökræðum innan akademíunnar... Þar tekur hinn aðilinn alltaf þátt. Þarna tók enginn þátt.“ Varoufakis segir að Schäuble hafi verið mjög fastur fyrir allan tímann enda ráði hann því sem hann vilji ráða innan evruhópsins. „Hans skoðun var þessi: „Ég ætla ekki að ræða áætlunina. Þetta var samþykkt af fyrri ríkisstjórn og við getum alls ekki leyft kosningum að breyta því. Það er alltaf verið að halda kosningar, við erum 19 í þessum hóp, svo ef við þyrftum alltaf að breyta einhverju í hvert skipti þá þýddu þessir samningar á milli okkar ekki neitt.““Evruhópurinn með mestu völdin en er í raun ekki til Varoufakis segist þá hafa staðið upp og sagt: „Nú, jæja. Við ættum þá kannski ekki að halda kosningar í skuldsettum ríkjum.“ Hann fékk ekkert svar: „Ég túlkaði þögnina sem svo að þeir hugsuðu: „Já, það er góð hugmynd en erfið í framkvæmd. Svo annað hvort fylgirðu línunni eða þú ferð út.““ Að mati Varoufakis er stærsta vandamál evruhópsins skortur á regluverki í kringum það hvernig hann starfar. Evruhópurinn sé í raun ekki til í neinum lögum Evrópusambandsins og engir formlegir samningar milli ríkja hafa verið undirritaðir vegna hópsins. „Svo hópurinn er ekki til en hefur engu að síður mestu völdin til að taka ákvarðanir um líf Evrópubúa. Hópurinn þarf ekki að svara fyrir sig hjá neinum, þar sem engin lög ná yfir hann, engar fundargerðir eru skráðar og allt sem fram fer er í trúnaði. Þannig að enginn borgari veit hvað fer þarna fram... Þarna eru ákvarðanir teknar upp á nánast líf og dauða og ekkert ríki þarf að svara fyrir eitt né neitt.“ Lesa má tvær útgáfur af viðtalinu við Varoufakis á vef New Statesman, hér og hér.
Grikkland Tengdar fréttir Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins. 13. júlí 2015 11:55 „Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. 13. júlí 2015 08:56 Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09 Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. 13. júlí 2015 12:00 Tusk meinaði Tsipras og Merkel útgöngu úr fundarherberginu Minnstu munaði að upp úr slitnaði á samningafundi varðandi málefni Grikklands í Brussel klukkan sex í morgun. 13. júlí 2015 13:45 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samkomulagið við Grikki felur þetta í sér Samkomulagið felur í sér fjölda umbóta og aðhaldsaðgerða af hálfu gríska ríkisins. 13. júlí 2015 11:55
„Langur vegur framundan fyrir Grikkland“ Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að nýtt samkomulag við Grikki feli ekki í sér skuldaniðurfellingar en skilyrði endurgreiðslna verði rýmkuð. 13. júlí 2015 08:56
Grikkland fær neyðaraðstoð í þriðja sinn Samkomulag um neyðaraðstoð til Grikkja í höfn. 13. júlí 2015 07:09
Aðgerðirnar niðurlægjandi fyrir Grikki Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir vandann heldur ekki hverfa með þessum aðgerðum. 13. júlí 2015 12:00
Tusk meinaði Tsipras og Merkel útgöngu úr fundarherberginu Minnstu munaði að upp úr slitnaði á samningafundi varðandi málefni Grikklands í Brussel klukkan sex í morgun. 13. júlí 2015 13:45