Þjálfari Celtic ætlar liðinu í riðlakeppni Meistaradeildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júlí 2015 15:00 Vísir/Getty Stjarnan og Celtic eigast við í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en þjálfari skoska liðsins, Norðmaðurinn Ronny Deila, segir að markmið félagsins sé einfalt fyrir komandi tímabil. „Markmiðin eru þau sömu í ár og þau voru í fyrra,“ sagði hann við fjölmiðla ytra. „Við viljum komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og vinna allt sem hægt er að vinna í Skotlandi.“ Celtic varð skoskur meistari og deildarbikarmeistari í fyrra en komst ekki í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið annað tækifæri eftir að hafa dottið úr leik. Fyrst tapaði Celtic fyrir Legia Varsjá, samanlagt 6-1, en pólska liðinu var vísað úr keppni vegna mistaka forráðamanna pólska félagsins. Celtic tapaði svo fyrir Maribor frá Slóveníu í lokaumferð forkeppninngar, 4-3. „Aðalatriðið er að vinna deildina heima svo við komumst aftur í Evrópukeppnina að ári. En það væri afar mikilvægt fyrir okkur að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Deila. „Það væri gott fyrsta skref. Ef okkur tekst að komast í riðlakeppnina þá getum við rætt um ný markmið.“ Deila hefur nú verið í starfinu í eitt ár en fyrsta verkefni hans með Celtic var að slá KR úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Sem honum tókst. „Þegar ég kom til starfa vissi ég nánast ekkert um lið mitt. Ég þekkti lítið til andstæðinga okkar og allt var nýtt fyrir mér. En við höfum nú spilað 12-14 leiki í Evrópukeppnum og sú reynsla mun hjálpa mér og öllu liðinu til að vera betur undirbúið í þetta skiptið.“Leikur Celtic og Stjörnunnar hefst klukkan 18.45 í kvöld. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll skoðaði ekkert leiki Celtic á móti KR í fyrra Rúnar Páll Sigmundsson og lærisveinar hans hjá Stjörnunni eru staddir í Glasgow í Skotlandi þar sem þeir mæta skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. 14. júlí 2015 22:00 Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. 15. júlí 2015 06:00 Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Stjarnan og Celtic eigast við í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í dag en þjálfari skoska liðsins, Norðmaðurinn Ronny Deila, segir að markmið félagsins sé einfalt fyrir komandi tímabil. „Markmiðin eru þau sömu í ár og þau voru í fyrra,“ sagði hann við fjölmiðla ytra. „Við viljum komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og vinna allt sem hægt er að vinna í Skotlandi.“ Celtic varð skoskur meistari og deildarbikarmeistari í fyrra en komst ekki í aðalkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra þrátt fyrir að hafa fengið annað tækifæri eftir að hafa dottið úr leik. Fyrst tapaði Celtic fyrir Legia Varsjá, samanlagt 6-1, en pólska liðinu var vísað úr keppni vegna mistaka forráðamanna pólska félagsins. Celtic tapaði svo fyrir Maribor frá Slóveníu í lokaumferð forkeppninngar, 4-3. „Aðalatriðið er að vinna deildina heima svo við komumst aftur í Evrópukeppnina að ári. En það væri afar mikilvægt fyrir okkur að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar,“ sagði Deila. „Það væri gott fyrsta skref. Ef okkur tekst að komast í riðlakeppnina þá getum við rætt um ný markmið.“ Deila hefur nú verið í starfinu í eitt ár en fyrsta verkefni hans með Celtic var að slá KR úr leik í forkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra. Sem honum tókst. „Þegar ég kom til starfa vissi ég nánast ekkert um lið mitt. Ég þekkti lítið til andstæðinga okkar og allt var nýtt fyrir mér. En við höfum nú spilað 12-14 leiki í Evrópukeppnum og sú reynsla mun hjálpa mér og öllu liðinu til að vera betur undirbúið í þetta skiptið.“Leikur Celtic og Stjörnunnar hefst klukkan 18.45 í kvöld.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Rúnar Páll skoðaði ekkert leiki Celtic á móti KR í fyrra Rúnar Páll Sigmundsson og lærisveinar hans hjá Stjörnunni eru staddir í Glasgow í Skotlandi þar sem þeir mæta skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. 14. júlí 2015 22:00 Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. 15. júlí 2015 06:00 Mest lesið Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Rúnar Páll skoðaði ekkert leiki Celtic á móti KR í fyrra Rúnar Páll Sigmundsson og lærisveinar hans hjá Stjörnunni eru staddir í Glasgow í Skotlandi þar sem þeir mæta skoska stórliðinu Celtic í forkeppni Meistaradeildarinnar á morgun. 14. júlí 2015 22:00
Ég stend núna úti á miðjum velli og það eru truflaðar aðstæður hérna Stjörnumenn mæta Celtic í Meistaradeildinni í kvöld. 15. júlí 2015 06:00