Íslenski boltinn

Fylkir fær ástralska landsliðskonu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luik lék síðast með Brisbane Roar í Ástralíu.
Luik lék síðast með Brisbane Roar í Ástralíu. vísir/getty
Fylkir hefur fengið góðan liðsstyrk í Pepsi-deild kvenna en ástralska landsliðskonan Aivi Luik er gengin í raðir Árbæjarliðsins.

Hún leikur með Fylki út tímabilið en liðið á eftir átta leiki í Pepsi-deildinni auk þess sem það er komið í undanúrslit Borgunarbikarsins.

Luik er þrítug og hefur leikið 16 A-landsleiki fyrir Ástralíu. Hún lék síðast með ástralska landsliðinu gegn því skoska 9. apríl á þessu ári.

Luik lék síðast með Brisbane Roar í heimalandinu en hún hefur einnig leikið í Danmörku, Bandaríkjunum og Kanada.

Fylkir er á fínu skriði þessa dagana og vann góðan útisigur á Selfossi í gær. Það var fjórði sigur liðsins í röð í Pepsi-deildinni en það er í 6. sæti deildarinnar með 16 stig, aðeins tveimur stigum frá Val sem er í 3. sæti.


Tengdar fréttir

Níu mörk á tólf dögum hjá Berglindi

Það er óhætt að segja Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji Fylkis í Pepsi-deild kvenna, hafi verið sjóðheit upp við mark andstæðinganna í síðustu leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×