Grikkir milli steins og sleggju Heimir Már Pétursson skrifar 15. júlí 2015 20:18 Gríski forsætisráðherrann Alexis Tsipras segist samþykkja lánapakka Evrópu með hníf við hálsinn en búist er við að allt að þriðjungur samflokksmanna hans á þingi muni greiða atkvæði gegn samkomulaginu. Tsipras segist mæla með samkomulaginu til að koma í veg fyrir algert hrun Grikklands. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldir landsins nálgist 200 prósent af landsframleiðslu og verði ósjálfbærar. Bankar í Grikklandi eru enn lokaðir og verða það að minnsta kosti út morgundaginn að því gefnu að gríska þingið samþykki nauðsynleg frumvörp vegna lánapakka Evrópu í kvöld og samþykki annarra samningsaðila liggi fyrir. Ekki er einhugur í flokki forsætisráðherra um aðgerðirnar og sagði Nadia Valavani, annar aðstoðarfjármálaráðherra landsins, af sér í morgun vegna þeirra. Hún bar ábyrgð á innleiðingu skattahækkana og hafði umsjón með gríðarlegri einkavæðingu ríkiseigna samkvæmt lánasamkomulaginu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í dag að veita Grikkjum sjö milljarða evra neyðarlán úr stöðuleikasjóði Evrópu sem kemur til greiðslu í þessum mánuði til að koma í veg fyrir algert þrot. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt samkomulagið við Grikki og segir oft hart gengið að þeim. Þeir þurfi meiri tíma án afborgana og meiri niðurfellingu skulda til að landsframleiðsla þeirra geti staðið undir afborgunum. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tók undir þetta í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. „Vandinn er að í hjarta evrusvæðisins er tekist á um hvort um sé að ræða sameiginlega mynt þar sem ríki sjá um skuldir hvers annars, þar sem þú hefur raunverulegt samband, samband um bankastarfsemi og félagsmál, eða hvort myntbandalagið snúist um strangar reglur sem ekki getið tekið á vandanum,“ sagði Cameron. Þótt Bretar væru ekki aðilar að evrunni skipti lausn þessa vanda þá máli. „Og við munum ekki verða hluti af evrusvæðinu. En þeir á evrusvæðinu verða að leysa þessi mál og þeir verða að gera það hratt,“ sagði Cameron. Tsipras sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að samningurinn sem liggur fyrir þinginu nú sé betri en sá sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslunni á dögunum. En hann þarf stuðning miðju- og hægriflokka til að koma málum í gegn, þar sem líkur eru á að allt að þriðjungur þingmanna Syrisa-flokks hans greiði atkvæði gegn samkomulaginu. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir fólk skiptast í tvo hópa í afstöðu sinni til samkomulagsins. Hann segir Tsipras hafa greint frá því í gærkvöldi að í samkomulaginu væri gert ráð fyrir að Grikkir fái frí frá afborgunum til ársins 2022. Grikkland Tengdar fréttir Reikna með fjölmennum mótmælum í Aþenu í kvöld Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en þau eru forsenda þess að frekari neyðarlán berist. 15. júlí 2015 15:29 Aðstoðarfjármálaráðherra Grikklands segir af sér Til harðra orðaskipta hefur komið á gríska þinginu í dag þar sem verið er að ræða samkomulagið sem gert var við lánardrottna á mánudag. 15. júlí 2015 13:09 Tsipras: „Án ykkar stuðnings er erfitt fyrir mig að gegna áfram starfi forsætisráðherra“ Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en þau eru forsenda þess að frekari neyðarlán berist. 15. júlí 2015 16:41 Tregafullur Tsipras vinnur að stuðningi við frumvörp innan gríska þingsins Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að frekari neyðarlán berist. 15. júlí 2015 10:58 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Gríski forsætisráðherrann Alexis Tsipras segist samþykkja lánapakka Evrópu með hníf við hálsinn en búist er við að allt að þriðjungur samflokksmanna hans á þingi muni greiða atkvæði gegn samkomulaginu. Tsipras segist mæla með samkomulaginu til að koma í veg fyrir algert hrun Grikklands. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur að skuldir landsins nálgist 200 prósent af landsframleiðslu og verði ósjálfbærar. Bankar í Grikklandi eru enn lokaðir og verða það að minnsta kosti út morgundaginn að því gefnu að gríska þingið samþykki nauðsynleg frumvörp vegna lánapakka Evrópu í kvöld og samþykki annarra samningsaðila liggi fyrir. Ekki er einhugur í flokki forsætisráðherra um aðgerðirnar og sagði Nadia Valavani, annar aðstoðarfjármálaráðherra landsins, af sér í morgun vegna þeirra. Hún bar ábyrgð á innleiðingu skattahækkana og hafði umsjón með gríðarlegri einkavæðingu ríkiseigna samkvæmt lánasamkomulaginu. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins samþykkti í dag að veita Grikkjum sjö milljarða evra neyðarlán úr stöðuleikasjóði Evrópu sem kemur til greiðslu í þessum mánuði til að koma í veg fyrir algert þrot. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur gagnrýnt samkomulagið við Grikki og segir oft hart gengið að þeim. Þeir þurfi meiri tíma án afborgana og meiri niðurfellingu skulda til að landsframleiðsla þeirra geti staðið undir afborgunum. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, tók undir þetta í fyrirspurnartíma á breska þinginu í dag. „Vandinn er að í hjarta evrusvæðisins er tekist á um hvort um sé að ræða sameiginlega mynt þar sem ríki sjá um skuldir hvers annars, þar sem þú hefur raunverulegt samband, samband um bankastarfsemi og félagsmál, eða hvort myntbandalagið snúist um strangar reglur sem ekki getið tekið á vandanum,“ sagði Cameron. Þótt Bretar væru ekki aðilar að evrunni skipti lausn þessa vanda þá máli. „Og við munum ekki verða hluti af evrusvæðinu. En þeir á evrusvæðinu verða að leysa þessi mál og þeir verða að gera það hratt,“ sagði Cameron. Tsipras sagði í sjónvarpsviðtali í gærkvöldi að samningurinn sem liggur fyrir þinginu nú sé betri en sá sem felldur var í þjóðaratkvæðagreiðslunni á dögunum. En hann þarf stuðning miðju- og hægriflokka til að koma málum í gegn, þar sem líkur eru á að allt að þriðjungur þingmanna Syrisa-flokks hans greiði atkvæði gegn samkomulaginu. Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir fólk skiptast í tvo hópa í afstöðu sinni til samkomulagsins. Hann segir Tsipras hafa greint frá því í gærkvöldi að í samkomulaginu væri gert ráð fyrir að Grikkir fái frí frá afborgunum til ársins 2022.
Grikkland Tengdar fréttir Reikna með fjölmennum mótmælum í Aþenu í kvöld Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en þau eru forsenda þess að frekari neyðarlán berist. 15. júlí 2015 15:29 Aðstoðarfjármálaráðherra Grikklands segir af sér Til harðra orðaskipta hefur komið á gríska þinginu í dag þar sem verið er að ræða samkomulagið sem gert var við lánardrottna á mánudag. 15. júlí 2015 13:09 Tsipras: „Án ykkar stuðnings er erfitt fyrir mig að gegna áfram starfi forsætisráðherra“ Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en þau eru forsenda þess að frekari neyðarlán berist. 15. júlí 2015 16:41 Tregafullur Tsipras vinnur að stuðningi við frumvörp innan gríska þingsins Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að frekari neyðarlán berist. 15. júlí 2015 10:58 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Reikna með fjölmennum mótmælum í Aþenu í kvöld Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en þau eru forsenda þess að frekari neyðarlán berist. 15. júlí 2015 15:29
Aðstoðarfjármálaráðherra Grikklands segir af sér Til harðra orðaskipta hefur komið á gríska þinginu í dag þar sem verið er að ræða samkomulagið sem gert var við lánardrottna á mánudag. 15. júlí 2015 13:09
Tsipras: „Án ykkar stuðnings er erfitt fyrir mig að gegna áfram starfi forsætisráðherra“ Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en þau eru forsenda þess að frekari neyðarlán berist. 15. júlí 2015 16:41
Tregafullur Tsipras vinnur að stuðningi við frumvörp innan gríska þingsins Grískur þingheimur mun greiða atkvæði um frumvörpin fjögur í kvöld, en samþykkt þeirra er forsenda þess að frekari neyðarlán berist. 15. júlí 2015 10:58