Dómari í Kaliforníu hefur sektað leigubílaþjónustuna Uber um 7,3 milljónir Bandaríkjadala, eða um milljarð króna, fyrir að hafa ekki veitt yfirvöldum nægilega miklar upplýsingar um starfsemina.
Uber var sakað um að hafa sleppt því að koma upplýsingum um slys og fleira til þar til gerðra yfirvalda.
Í frétt BBC segir að leigubílaþjónustan hafi staðið í málaferlum víðs vegar um heiminn vegna starfsemi sinnar síðustu misserin.
