Erfiðasta áætlun Evrópusambandsins til þessa Heimir Már Pétursson skrifar 16. júlí 2015 20:12 Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu hafa þegar gripið til aðgerða til að tryggja ríkissjóði og bönkum í Grikklandi fjármagn þar til björgunarpakki sem gríska þingið samþykkti í nótt kemur til framkvæmda. Fjármálaráðherra Finnlands segir vanda Grikkja þann erfiðasta sem Evrópusambandið og evrusvæðið hafi staðið frammi fyrir. Gríska þingið samþykkti í nótt nauðsynleg frumvörp vegna lánapakka Grikklands með 229 atkvæðum af þrjúhundruð. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra, greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna, að frátöldum kommúnistum og þjóðernisöfgasinnum, greiddi atkvæði með frumvörpunum. Stamatis Skabardonis, félagi í Syriza, óttast ekki að flokkurinn klofni vegna þessa. „Við munum öll standa saman í baráttunni við þessar aðstæður þar sem við höfum snöru um hálsinn. Þetta var mjög erfið en hughrökk ákvörðun. Fólk mun fylkjast út á göturnar til að sjá til þess að þessi vinstri stjórn falli ekki,“ sagði Skabardonis við fréttamenn að lokinni atkvæðagreiðslunni. Bankar voru enn lokaðir í Grikklandi í dag en bankastjóri Seðlabanka Evrópu tilkynnti í dag að Grikkir fengju nú þegar 900 milljónir evra til að lifa af næstu viku. Þá fá Grikkir sjö milljarða evra lán til að brúa bilið þar til heildaraðgerðir upp á 89 milljarða verða komnar til framkvæmda. En þeir þurfa meðal annars að standa skil á 3,5 milljörðum til Evrópska seðlabankans á mánudag. Hópur Þjóðverja mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar bankans í Frankfurt í Þýskalandi í dag og var bankinn sakaður um allt of mikla hörku í garð Grikkja. Nær væri að fresta gjalddögum bankans en neyða þá til nýrra lána til að standa í skilum. Samþykkja þurfti aðgerðirnar á nokkrum þjóðþingum evruríkjanna, m.a. í Finnlandi en finnska þingið samþykkti tillögurnar í dag. Finnar hafa verið meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Grikki hvað mest fyrir slæma efnahagsstjórn og að standa ekki við gefin loforð og hefur Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, farið framarlega í gagnrýninni. „Vegna þess að þetta er sennilega erfiðasta ferli sem við höfum upplifað í nokkurri áætlun sem samkomulag hefur náðst um áður á vettvangi Evrópusambandsins. En við verðum að hafa í huga að okkur tókst ætlunarverk okkar í áætlunni vegna Írlands, Portúgals og upp að vissu marki í áætlun Spánar og Kýpur. Ef þessum ströngu skilyrðum verður fylgt eftir í Grikklandi munum við komast upp úr þessum pyttum líka,“ segir Stubb. Tengdar fréttir Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust Innanríkisráðherra Grikklands segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október. 16. júlí 2015 12:55 Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. 15. júlí 2015 23:46 Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út Um fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan þinghúsið. 15. júlí 2015 22:20 Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn. 16. júlí 2015 15:09 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Evrópusambandið og Seðlabanki Evrópu hafa þegar gripið til aðgerða til að tryggja ríkissjóði og bönkum í Grikklandi fjármagn þar til björgunarpakki sem gríska þingið samþykkti í nótt kemur til framkvæmda. Fjármálaráðherra Finnlands segir vanda Grikkja þann erfiðasta sem Evrópusambandið og evrusvæðið hafi staðið frammi fyrir. Gríska þingið samþykkti í nótt nauðsynleg frumvörp vegna lánapakka Grikklands með 229 atkvæðum af þrjúhundruð. Sextíu og fjórir þingmenn, þar af 38 þingmenn af 149 í Syriza flokki Alexis Tsipras forsætisráðherra, greiddu atkvæði gegn frumvörpunum og sex sátu hjá. En stór hluti þingmanna stjórnarandstöðuflokkanna, að frátöldum kommúnistum og þjóðernisöfgasinnum, greiddi atkvæði með frumvörpunum. Stamatis Skabardonis, félagi í Syriza, óttast ekki að flokkurinn klofni vegna þessa. „Við munum öll standa saman í baráttunni við þessar aðstæður þar sem við höfum snöru um hálsinn. Þetta var mjög erfið en hughrökk ákvörðun. Fólk mun fylkjast út á göturnar til að sjá til þess að þessi vinstri stjórn falli ekki,“ sagði Skabardonis við fréttamenn að lokinni atkvæðagreiðslunni. Bankar voru enn lokaðir í Grikklandi í dag en bankastjóri Seðlabanka Evrópu tilkynnti í dag að Grikkir fengju nú þegar 900 milljónir evra til að lifa af næstu viku. Þá fá Grikkir sjö milljarða evra lán til að brúa bilið þar til heildaraðgerðir upp á 89 milljarða verða komnar til framkvæmda. En þeir þurfa meðal annars að standa skil á 3,5 milljörðum til Evrópska seðlabankans á mánudag. Hópur Þjóðverja mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar bankans í Frankfurt í Þýskalandi í dag og var bankinn sakaður um allt of mikla hörku í garð Grikkja. Nær væri að fresta gjalddögum bankans en neyða þá til nýrra lána til að standa í skilum. Samþykkja þurfti aðgerðirnar á nokkrum þjóðþingum evruríkjanna, m.a. í Finnlandi en finnska þingið samþykkti tillögurnar í dag. Finnar hafa verið meðal þeirra sem gagnrýnt hafa Grikki hvað mest fyrir slæma efnahagsstjórn og að standa ekki við gefin loforð og hefur Alexander Stubb, fjármálaráðherra Finnlands, farið framarlega í gagnrýninni. „Vegna þess að þetta er sennilega erfiðasta ferli sem við höfum upplifað í nokkurri áætlun sem samkomulag hefur náðst um áður á vettvangi Evrópusambandsins. En við verðum að hafa í huga að okkur tókst ætlunarverk okkar í áætlunni vegna Írlands, Portúgals og upp að vissu marki í áætlun Spánar og Kýpur. Ef þessum ströngu skilyrðum verður fylgt eftir í Grikklandi munum við komast upp úr þessum pyttum líka,“ segir Stubb.
Tengdar fréttir Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust Innanríkisráðherra Grikklands segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október. 16. júlí 2015 12:55 Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. 15. júlí 2015 23:46 Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út Um fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan þinghúsið. 15. júlí 2015 22:20 Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn. 16. júlí 2015 15:09 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Viðskipti innlent Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Viðskipti innlent Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Telur líklegt að boðað verði til kosninga í Grikklandi í haust Innanríkisráðherra Grikklands segir líklegt að boðað verði til þingkosninga í Grikklandi í september eða október. 16. júlí 2015 12:55
Grikkir samþykkja evrópska lánapakkann Alls greiddu 229 þingmenn atkvæði með því að samþykkja pakkann en 64 gegn því. 15. júlí 2015 23:46
Allt á suðupunkti í Grikklandi: Mótmælendur beita eldsprengjum og þingforsetinn gekk út Um fjörutíu mótmælendur hafa verið handteknir fyrir utan þinghúsið. 15. júlí 2015 22:20
Bankar í Grikklandi opna á ný á mánudag Bankar í landinu hafa verið lokaðir síðan 29. júní síðastliðinn. 16. júlí 2015 15:09