Óttast ekki að gjaldtaka fæli ferðamenn frá landinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. júlí 2015 19:17 Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ánægður með ný þjónustugjöld á Þingvöllum. Það sé í samræmi við hugmyndir samtakanna að innheimta slík gjöld fyrir veitta þjónustu. Hann óttast ekki að þau fæli erlenda ferðamenn frá landinu eða breyti ásýnd Íslands sem ferðamannalands. Fólk sé vant þessu annars staðar frá. Formaður atvinnuvegnanefndar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann teldi rétt að aðrir ferðamannastaðir fylgdu fordæmi Þingvalla auk þess sem hann vildi skoða hærri gistináttagjöld sem rynnu til sveitarfélaga og jafnvel nýja skatta á flugfargjöld. Hann telur að tapast hafi stórfé meðan deilt hafi verið um leiðir til að innheimta fé af ferðamönnum. Grímur segir ekki rétt að horfa í baksýnisspegilinn, margt sé á réttri leið. Ríkisstjórnin samþykkti nýlega að verja um 850 milljónum til að styrkja innviði á ferðamannastöðum. Mest af fénu eða 160 milljónir fer í þjóðgarðinn í Skaftafelli og 158 milljónir fara í þjóðgarðinn á Þingvöllum sem undirbýr gjaldtöku í formi bílastæðagjalda. Grímur Sæmundsen segist ekki endilega sammála hugmyndum um gistináttaskatt og sérstakan skatt á flugfargjöld en meira þurfi að byggja upp í ferðaþjónustu. Áætlanir geri ráð fyrir að það þurfi milljarð á ári næstu fjögur árin til að styrkja innviði ferðaþjónustunnar. Ríki og sveitarfélög geti síðan innheimt tekjur af þjónustunni enda séu helstu ferðamannastaðir í eigu þeirra. Hann segir nauðsynlegt að grípa strax í taumana til að bregðast við stórauknu álagi á ferðamannastaði. Annars sé hætt við því að tækifærin gangi okkur úr greipum. Aðgangsgjöld til að mynda á bílastæðum geti gagnast vel við að stýra aðgangi ferðafólks á álagstímum. Bláa lónið hefur nú tekið upp slíka aðgangsstýringu fyrst ferðamannastaða og gestir sem ekki panta tíma, geta ekki reiknað með að komast að á álagstímum.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06 Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25 Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Leiðsögumenn beina ferðalöngum frá salernum Engin leið sé að koma í veg fyrir sóðaskap sumra ferðalanga segir í yfirlýsingu frá starfsfólki þjóðgarðsins á Þingvöllum. 15. júlí 2015 17:06
Óttast að yfirbragð landsins breytist með gjaldtökunni Ögmundi Jónassyni þingmanni VG lýst illa á fyrirhuguð þjónustugjöld í þjóðgarðinum á Þingvöllum. 12. júlí 2015 13:25
Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum 11. júlí 2015 18:22