Sport

Chris Froome með gott forskot í Tour de France

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Chris Froome er búinn að eigna sér gulu treyjuna.
Chris Froome er búinn að eigna sér gulu treyjuna. vísir/ap
Þegar vika er eftir af Tour de France keppninni er Bretinn Chris Froome er enn með nokkuð örugga forystu. Hann náði gulu treyjunni á sjöundu dagleiðinni og hefur ekki látið hafa af hendi síðan.

Fimmtánda dagleiðin var hjóluð í gær. Leiðin var 183 kílómetrar í yfir hóla og hæðir frá Mende til Valence. Í dag verður hjólað frá Bourg-de-Péage til Gap, alls 201 kílómetri. Á morgun fá hjólreiðakapparnir hins vegar kærkomna hvíld.

Það var Þjóðverjinn Andre Greipel sem kom fyrstur í mark í gær en hann var tæpar fjórar klukkustundir að hjóla kílómetrana 183. Greipel hefur nú unnið þrjár dagleiðir. Það breytir því þó ekki að Froome heldur forystu sinni nokkuð örugglega og hefur yfir þriggja mínútna forskot á Kólumbíumanninn Nairo Quintana.

Keppnin hófst þann 4. júlí í Utrecht í Hollandi og var hjólað þaðan til Belgíu og loks um Frakkland. Sex dagleiðir eru eftir en keppninni lýkur næstkomandi sunnudag í París. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×