Þetta eru launahæstu stjörnur heims Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. júlí 2015 09:37 Floyd Meaweather, Manny Pacquiao og Katy Perry eru í fyrstu þremur sætunum á lista Forbes yfir tekjuhæstu stjörnurnar. vísir Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu. Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tímaritið Forbes birtir árlega lista yfir launahæstu stjörnur heims og kom listinn fyrir árið 2015 út í vikunni. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather toppar listann í ár með 300 milljónir dala í tekjur fyrir seinustu tólf mánuði. Íþróttamaður hefur aldrei áður verið með jafnháar tekjur samkvæmt Forbes en peningurinn kemur að mestu leyti frá bardaga Mayweather og Manny Pacquiao í Las Vegas í maí síðastliðnum. Pacquiao er einmitt í öðru sæti listans með 160 milljónir dala í tekjur en í þriðja sæti er söngkonan Katy Perry sem halaði inn litlar 135 miljónir dala. Strákabandið One Direction er í næsta sæti á eftir Perry með 130 milljónir dala og í fimmta sæti er útvarps-og sjónvarpsmaðurinn Howard Stern með 95 milljónir dala í tekjur. Kántrísöngvarinn Garth Brooks kemur svo í sjötta sæti með 90 milljónir dala og spennusagnahöfundurinn James Patterson fylgir fast á hæla hans með 89 milljónir dala. Taylor Swift og Robert Downey Jr. eru eru í 8.-9. sæti með 80 milljónir dala í tekjur. Í tíunda sæti er svo launahæsti knattspyrnumaður heims, Cristiano Ronaldo, með 79,5 milljónir dala. Af 100 manns á listanum eru aðeins 16 konur. Þær eru með samtals 809 milljónir dala í tekjur á meðan karlarnir tóku inn 4,35 milljarða dala. Í umfjöllun Forbes um listann kemur fram að endurspegli greinilega gríðarmikinn launamun kynjanna, ekki aðeins í skemmtanabransanum, heldur í samfélaginu öllu.
Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira