Vangaveltur hjúkrunarfræðings í kjarabaráttu Anna Karen Þórisdóttir skrifar 1. júlí 2015 10:21 Ég man hvað ég fylltist stolti fyrir þremur árum síðan þegar ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Loksins var fjögurra ára krefjandi háskólanámi lokið, ég fékk verðlaun fyrir árangur og dagurinn var sá allra besti. Ég flutti suður og fór að vinna á krabbameinsdeild, þar liggur áhugasvið mitt. Ég vinn mjög erfitt og krefjandi starf, skemmtilegt og virkilega gefandi. Ég keyri mig út hverja vakt, geri mitt allra besta fyrir sjúklinga mína og er til staðar fyrir þá á erfiðum tímum. Stundum á maður ekkert eftir, andlega og líkamlega búinn á því eftir vaktina. Starfinu fylgir mikil ábyrgð, öndunarvélar, blóðgjafir, krabbameinslyf, flóknar verkjastillingar og svo mætti lengi telja. Ég ber mikla ábyrgð, þarf að þekkja lyfin sem sjúklingar mínir eiga að fá, þekkja skammtastærðir, hvenær má gefa lyfið og hvenær ekki. Kunna að túlka blóðprufur, blanda lyf í dælur, gefa krabbameinslyf, taka blóðprufur og ýmis önnur sýni. Síðast en ekki síst þarf ég að kunna að bregðast snögglega við ef eitthvað bregður út af, oftast er hjúkrunarfræðingur fyrstur að koma augum á það því það erum við sem erum alltaf við rúm sjúklingsins eða rétt hjá. Ég geri ekki bara það sem læknarnir gefa fyrirmæli um að gera, ég þarf að hafa þekkinguna og vita hvað ég er að gera, hvers vegna o.s.frv. Öðruvísi get ég ekki brugðist við ef eitthvað bregður út af. Ég kem með hugmyndir um verkjastillingar og annað slíkt, læt vita þegar ég sé að blóðprufur, lífsmörk o.fl. er ekki eins og það á að vera. Þetta er teymisvinna. Klósettferðir og annað slíkt er vissulega hlutur sem ég þarf að aðstoða sjúklinga mína við, sem og aðrar athafnir daglegs lífs, því oftar en ekki eru sjúklingar mínir það veikir að þeir þurfa alla aðstoð, allt frá því að fara á klósett, hagræðingu í rúmi o.fl. Það er líka teymisvinna með sjúkraliðum. Starfið er ekki síður andlega erfitt. Ég sit fundi með læknum þar sem alvarleg mál eru rædd, sjúklingum og aðstandendum þeirra færðar erfiðar fréttir. Ég held í höndina á sjúklingum mínum, þeir gráta oft á tíðum á öxlinni á mér og ég reyni að styðja þá og fjölskyldu þeirra eftir bestu getu. Það er oft erfitt að halda andlitinu sjálfur en að vera til staðar skiptir öllu máli. Ég er til staðar fyrir sjúklinga mína á þeirra erfiðustu tímum, ég reyni að gera allt sem ég get til að aðstoða þá, þannig að þeim og fjölskyldu þeirra líði sem best. Hver dagur er krefjandi, ég veit aldrei hvað bíður mín þegar ég mæti til vinnu. Ég get verið með marga mismunandi sjúklinga. Sumir eru inniliggjandi í lyfjameðferð, aðrir í verkjastillingu, geislum, einkennameðferð og svo sinni ég deyjandi fólki. Allt þetta er mikilvægt og krefjandi. Ég veit ekki hversu margar vaktir ég hef unnið þar sem ég næ varla að fá mér vatnssopa eða fara á klósettið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf að borða og drekka í vinnunni. Aftur á móti er staðreyndin sú að þegar mikið er að gera, sjúklingur er að krassa eða líður illa, þá snýst málið fyrst og fremst að vera til staðar fyrir sjúklinginn og sinna honum. Það að fá sér vatnssopa situr á hakanum þar til færi gefst. Sjúklingurinn og hans þarfir er nr. 1,2 og 3, alltaf. Í dag mætti ég til vinnu eftir rúmlega viku frí. Hugurinn reikar, mig langar til að vinna áfram á 11E, ég hef ekki sagt upp störfum. Það þýðir ekki að ég sé sátt við þau kjör sem eru í boði, þvert á móti. Mig langar ekki að vinna við hvað sem er, mig langar að vinna við að hjúkra fólki. Það gefur mér svo mikið. Mig langar ekki að fara úr landi, ég vil vera á 11E, einnig væri óskandi að dagvinna væri kostur fyrir þá sem það kjósa. Það á ekki að vera þannig að hjúkrunarfræðingar þurfi að vinna kvöld og nætur, jól og páska til að fá laun í takt við menntun og ábyrgð. Hins vegar reikar hugurinn, ég sit og skoða annað háskólanám, en alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu, hjúkrun er mitt fag. Ég veit ég stend mig vel, sjúklingar mínir og aðstandendur eru þakklátir og hrósa mér oft og tíðum, það eru forréttindi og gefur mér mikið. Ég er oft spurð hvernig ég geti unnið á krabbameinsdeild, ætli þetta sé ekki stór hluti þess að ég er í þessu starfi sem og allt frábæra fólkið sem ég vinn með! Hver lokaákvörðun mín verður veit ég ekki. Ég veit bara að ég er leið yfir því að þessa dagana gleðst ég ekki yfir því að vera hjúkrunarfræðingur. Þrátt fyrir að elska starfið mitt, það ríkir svo mikil reiði yfir því hversu lítið menntunin, starfið og ábyrgðin sem því fylgir er metin! Anna Karen Þórisdóttir, hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum á Hringbraut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ég man hvað ég fylltist stolti fyrir þremur árum síðan þegar ég útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur. Loksins var fjögurra ára krefjandi háskólanámi lokið, ég fékk verðlaun fyrir árangur og dagurinn var sá allra besti. Ég flutti suður og fór að vinna á krabbameinsdeild, þar liggur áhugasvið mitt. Ég vinn mjög erfitt og krefjandi starf, skemmtilegt og virkilega gefandi. Ég keyri mig út hverja vakt, geri mitt allra besta fyrir sjúklinga mína og er til staðar fyrir þá á erfiðum tímum. Stundum á maður ekkert eftir, andlega og líkamlega búinn á því eftir vaktina. Starfinu fylgir mikil ábyrgð, öndunarvélar, blóðgjafir, krabbameinslyf, flóknar verkjastillingar og svo mætti lengi telja. Ég ber mikla ábyrgð, þarf að þekkja lyfin sem sjúklingar mínir eiga að fá, þekkja skammtastærðir, hvenær má gefa lyfið og hvenær ekki. Kunna að túlka blóðprufur, blanda lyf í dælur, gefa krabbameinslyf, taka blóðprufur og ýmis önnur sýni. Síðast en ekki síst þarf ég að kunna að bregðast snögglega við ef eitthvað bregður út af, oftast er hjúkrunarfræðingur fyrstur að koma augum á það því það erum við sem erum alltaf við rúm sjúklingsins eða rétt hjá. Ég geri ekki bara það sem læknarnir gefa fyrirmæli um að gera, ég þarf að hafa þekkinguna og vita hvað ég er að gera, hvers vegna o.s.frv. Öðruvísi get ég ekki brugðist við ef eitthvað bregður út af. Ég kem með hugmyndir um verkjastillingar og annað slíkt, læt vita þegar ég sé að blóðprufur, lífsmörk o.fl. er ekki eins og það á að vera. Þetta er teymisvinna. Klósettferðir og annað slíkt er vissulega hlutur sem ég þarf að aðstoða sjúklinga mína við, sem og aðrar athafnir daglegs lífs, því oftar en ekki eru sjúklingar mínir það veikir að þeir þurfa alla aðstoð, allt frá því að fara á klósett, hagræðingu í rúmi o.fl. Það er líka teymisvinna með sjúkraliðum. Starfið er ekki síður andlega erfitt. Ég sit fundi með læknum þar sem alvarleg mál eru rædd, sjúklingum og aðstandendum þeirra færðar erfiðar fréttir. Ég held í höndina á sjúklingum mínum, þeir gráta oft á tíðum á öxlinni á mér og ég reyni að styðja þá og fjölskyldu þeirra eftir bestu getu. Það er oft erfitt að halda andlitinu sjálfur en að vera til staðar skiptir öllu máli. Ég er til staðar fyrir sjúklinga mína á þeirra erfiðustu tímum, ég reyni að gera allt sem ég get til að aðstoða þá, þannig að þeim og fjölskyldu þeirra líði sem best. Hver dagur er krefjandi, ég veit aldrei hvað bíður mín þegar ég mæti til vinnu. Ég get verið með marga mismunandi sjúklinga. Sumir eru inniliggjandi í lyfjameðferð, aðrir í verkjastillingu, geislum, einkennameðferð og svo sinni ég deyjandi fólki. Allt þetta er mikilvægt og krefjandi. Ég veit ekki hversu margar vaktir ég hef unnið þar sem ég næ varla að fá mér vatnssopa eða fara á klósettið. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég þarf að borða og drekka í vinnunni. Aftur á móti er staðreyndin sú að þegar mikið er að gera, sjúklingur er að krassa eða líður illa, þá snýst málið fyrst og fremst að vera til staðar fyrir sjúklinginn og sinna honum. Það að fá sér vatnssopa situr á hakanum þar til færi gefst. Sjúklingurinn og hans þarfir er nr. 1,2 og 3, alltaf. Í dag mætti ég til vinnu eftir rúmlega viku frí. Hugurinn reikar, mig langar til að vinna áfram á 11E, ég hef ekki sagt upp störfum. Það þýðir ekki að ég sé sátt við þau kjör sem eru í boði, þvert á móti. Mig langar ekki að vinna við hvað sem er, mig langar að vinna við að hjúkra fólki. Það gefur mér svo mikið. Mig langar ekki að fara úr landi, ég vil vera á 11E, einnig væri óskandi að dagvinna væri kostur fyrir þá sem það kjósa. Það á ekki að vera þannig að hjúkrunarfræðingar þurfi að vinna kvöld og nætur, jól og páska til að fá laun í takt við menntun og ábyrgð. Hins vegar reikar hugurinn, ég sit og skoða annað háskólanám, en alltaf kemst ég að sömu niðurstöðu, hjúkrun er mitt fag. Ég veit ég stend mig vel, sjúklingar mínir og aðstandendur eru þakklátir og hrósa mér oft og tíðum, það eru forréttindi og gefur mér mikið. Ég er oft spurð hvernig ég geti unnið á krabbameinsdeild, ætli þetta sé ekki stór hluti þess að ég er í þessu starfi sem og allt frábæra fólkið sem ég vinn með! Hver lokaákvörðun mín verður veit ég ekki. Ég veit bara að ég er leið yfir því að þessa dagana gleðst ég ekki yfir því að vera hjúkrunarfræðingur. Þrátt fyrir að elska starfið mitt, það ríkir svo mikil reiði yfir því hversu lítið menntunin, starfið og ábyrgðin sem því fylgir er metin! Anna Karen Þórisdóttir, hjúkrunarfræðingur á krabbameinsdeild 11E á Landspítalanum á Hringbraut.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun