Íslenski boltinn

ÍBV semur við Jose Enrique

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jose Enrique við undirritun samningsins.
Jose Enrique við undirritun samningsins. mynd/íbv
ÍBV hefur samið við Spánverjann Jose Enrique Vegara Seoane um að leika með liðinu út tímabilið í Pepsi-deildinni. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá ÍBV.

Jose er 26 ára gamall en hann er með bandarískt vegabréf.

„Jose kom á reynslu til félagsins fyrr í sumar þar sem að hann stóð sig vel á æfingum en leikmaðurinn er sóknarmaður sem einnig getur leyst stöðu framliggjandi miðjumanns. Leikmaðurinn hefur undanfarin ár spilað í Bandaríkjunum með liðum San Jacinto og Austin Aztex,“ segir í fréttatilkynningunni.

„Knattspyrnuráð ÍBV býður Sito eins og hann er jafnan kallaður velkominn á Eyjuna fögru og væntir mikils af honum í baráttunni sem framundan er.“

ÍBV, sem bar sigurorð af Breiðabliki um helgina, er í 11. sæti Pepsi-deildarinnar með átta stig.


Tengdar fréttir

Glenn ekki með Eyjaliðinu í næstu leikjum

Jonathan Glenn, markahæsti leikmaður ÍBV í Pepsi-deild karla, verður ekki með Eyjaliðinu í næstu leikjum því hann er að fara að keppa með landsliði sínu Trínidad og Tóbagó. Þetta kom fram í Pepsi-mörkunum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×