Blind: Ég hafnaði frábæru tilboði frá Manchester United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. júlí 2015 14:30 Blind lék á sínum tíma 42 landsleiki fyrir Holland. vísir/getty Danny Blind, nýráðnum landsliðsþjálfara Hollands, bauðst að fylgja Louis van Gaal til Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við Algemeen Dagblad. Blind og van Gaal þekkjast vel en sá fyrrnefndi lék undir stjórn van Gaals hjá Ajax á 10. áratug síðustu aldar. Blind var svo aðstoðarmaður van Gaals þegar hann stýrði hollenska landsliðinu 2012-14. „Ég fékk frábært tilboð frá Manchester United,“ sagði Blind. „En ég hafnaði því. Það er ekkert betra fyrir metnaðarfullan þjálfara en að fá að stýra heimalandi sínu,“ bætti Blind við en í gær var staðfest að hann tæki við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink. Blind átti upphaflega að taka við landsliðinu eftir EM 2016 en hlutirnir æxluðust á annan hátt eftir að Hiddink sagði af sér í byrjun vikunnar. Hiddink tók við starfi landsliðsþjálfara Hollands af van Gaal en undir hans stjórn vann Holland til bronsverðlauna á HM 2014. Árangurinn var hins vegar ekki merkilegur með Hiddink í brúnni en Holland vann aðeins fjóra af 10 leikjum sínum undir hans stjórn. Á þessu tímabili tapaði Holland m.a. fyrir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Íslendingar eru í toppsæti riðilsins, fimm stigum á undan Hollendingum sem eru í því þriðja. Þrátt fyrir brösuga byrjun í undankeppninni er Blind bjartsýnn á að koma Hollandi inn á EM. „Við vitum hvað við þurfum að gera: vinna fjóra leiki, fyrst á móti Íslandi 3. september. „Við megum ekki við því að tapa fleiri leikjum. En við erum með nóg af gæðum í liðinu til að ná þessu markmiði okkar,“ sagði Blind sem hefur litla reynslu sem aðalþjálfari. Hann stýrði Ajax í rúmt ár, frá mars 2005 til maí 2006, en þá er reynsla sem aðalþjálfari upptalin. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15 De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Danny Blind, nýráðnum landsliðsþjálfara Hollands, bauðst að fylgja Louis van Gaal til Manchester United. Þetta sagði hann í samtali við Algemeen Dagblad. Blind og van Gaal þekkjast vel en sá fyrrnefndi lék undir stjórn van Gaals hjá Ajax á 10. áratug síðustu aldar. Blind var svo aðstoðarmaður van Gaals þegar hann stýrði hollenska landsliðinu 2012-14. „Ég fékk frábært tilboð frá Manchester United,“ sagði Blind. „En ég hafnaði því. Það er ekkert betra fyrir metnaðarfullan þjálfara en að fá að stýra heimalandi sínu,“ bætti Blind við en í gær var staðfest að hann tæki við hollenska landsliðinu af Guus Hiddink. Blind átti upphaflega að taka við landsliðinu eftir EM 2016 en hlutirnir æxluðust á annan hátt eftir að Hiddink sagði af sér í byrjun vikunnar. Hiddink tók við starfi landsliðsþjálfara Hollands af van Gaal en undir hans stjórn vann Holland til bronsverðlauna á HM 2014. Árangurinn var hins vegar ekki merkilegur með Hiddink í brúnni en Holland vann aðeins fjóra af 10 leikjum sínum undir hans stjórn. Á þessu tímabili tapaði Holland m.a. fyrir Íslandi á Laugardalsvelli í undankeppni EM 2016. Íslendingar eru í toppsæti riðilsins, fimm stigum á undan Hollendingum sem eru í því þriðja. Þrátt fyrir brösuga byrjun í undankeppninni er Blind bjartsýnn á að koma Hollandi inn á EM. „Við vitum hvað við þurfum að gera: vinna fjóra leiki, fyrst á móti Íslandi 3. september. „Við megum ekki við því að tapa fleiri leikjum. En við erum með nóg af gæðum í liðinu til að ná þessu markmiði okkar,“ sagði Blind sem hefur litla reynslu sem aðalþjálfari. Hann stýrði Ajax í rúmt ár, frá mars 2005 til maí 2006, en þá er reynsla sem aðalþjálfari upptalin.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15 De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið Sjá meira
Blind staðfestur sem næsti landsliðsþjálfari Hollands Danny Blind er tekinn við þjálfun hollenska landsliðsins af Guus Hiddink sem sagði starfi sínu lausu á mánudaginn. 1. júlí 2015 18:15
De Boer: Hiddink var aldrei rétti maðurinn fyrir Holland Íslendingar mæta Hollendingum með nýjum þjálfara í undankeppni EM 2016 í september. 30. júní 2015 14:00