Grikkir þurfa 60 milljarða evra í neyðaraðstoð að mati AGS Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júlí 2015 00:03 Þjóðaratkvæðagreiðsla um tilboð lánadrottna gríska ríkisins fer fram á sunnudaginn. "Oxi" er "nei“ á grísku. vísir/epa Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að Grikkland þurfi 60 milljarða evra í neyðaraðstoð á næstu þremur árum til að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu. Þá metur sjóðurinn það sem svo að gríska ríkið þurfi miklar afskriftir og lægri vexti á lánum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu AGS um efnahagshorfur í Grikklandi en skýrslan kom út í dag, aðeins nokkrum dögum áður en Grikkir kjósa í þjóðaratkvæðaatgreiðslu um hvort þeir gangi að tilboði lánadrottna ríkisins. Forsvarsmenn AGS eru ekki tilbúnir til að samþykkja samning um neyðarlán fyrir Grikkland nema að í honum felist bæði afskriftir og loforð efnahagsumbætur í landinu. AGS vill jafnframt að gríska ríkið byrji ekki að borga af lánum sínum fyrr en eftir 20 ár og að lokagreiðslur fari ekki fram fyrr en árið 2055. Sjóðurinn metur það sem svo að Grikkir þurfir 10 milljarða evra á næstu mánuðum í neyðaraðstoð og svo 50 milljarða eftir það. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tók vel í hugmyndir AGS í dag en sagði að það sem kæmi fram í skýrslunni hefði aldrei verið borið undir hann í neinum samningaviðræðum. Hann vill að þjóð sína hafni tilboði lánadrottna á sunnudaginn sem felur meðal annars í sér skattahækkanir og mikinn niðurskurð í velferðarkerfinu. „Að segja nei á sunnudaginn er ekki að segja nei við Evrópu. Það þýðir einfaldlega að við krefjumst raunsærrar lausnar á vandanum. Annað hvort gengurðu að afarkostum eða þú velur lýðræðið,“ sagði Tsipras. Grikkland Tengdar fréttir Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina. 1. júlí 2015 12:15 Tsipras segir að viðræður haldi áfram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna Forsætisráðherra Grikklands segir það ekki satt að höfnun krafna lánardrottna myndi hafa í för með sér brottrekstur úr ESB. 1. júlí 2015 15:18 Hvetur Grikki til að hafna samningnum Forsætisráðherra Grikklands vill semja um nýja neyðaraðstoð eftir að kosið verður um samninginn sem liggur fyrir. Hann hvetur Grikki til að samþykkja ekki samninginn. Kanslari Þýskalands segir tilgangslaust að semja eftir atkvæðagreiðsluna. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að Grikkland þurfi 60 milljarða evra í neyðaraðstoð á næstu þremur árum til að koma á efnahagslegum stöðugleika í landinu. Þá metur sjóðurinn það sem svo að gríska ríkið þurfi miklar afskriftir og lægri vexti á lánum sínum. Þetta kemur fram í skýrslu AGS um efnahagshorfur í Grikklandi en skýrslan kom út í dag, aðeins nokkrum dögum áður en Grikkir kjósa í þjóðaratkvæðaatgreiðslu um hvort þeir gangi að tilboði lánadrottna ríkisins. Forsvarsmenn AGS eru ekki tilbúnir til að samþykkja samning um neyðarlán fyrir Grikkland nema að í honum felist bæði afskriftir og loforð efnahagsumbætur í landinu. AGS vill jafnframt að gríska ríkið byrji ekki að borga af lánum sínum fyrr en eftir 20 ár og að lokagreiðslur fari ekki fram fyrr en árið 2055. Sjóðurinn metur það sem svo að Grikkir þurfir 10 milljarða evra á næstu mánuðum í neyðaraðstoð og svo 50 milljarða eftir það. Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, tók vel í hugmyndir AGS í dag en sagði að það sem kæmi fram í skýrslunni hefði aldrei verið borið undir hann í neinum samningaviðræðum. Hann vill að þjóð sína hafni tilboði lánadrottna á sunnudaginn sem felur meðal annars í sér skattahækkanir og mikinn niðurskurð í velferðarkerfinu. „Að segja nei á sunnudaginn er ekki að segja nei við Evrópu. Það þýðir einfaldlega að við krefjumst raunsærrar lausnar á vandanum. Annað hvort gengurðu að afarkostum eða þú velur lýðræðið,“ sagði Tsipras.
Grikkland Tengdar fréttir Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39 Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina. 1. júlí 2015 12:15 Tsipras segir að viðræður haldi áfram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna Forsætisráðherra Grikklands segir það ekki satt að höfnun krafna lánardrottna myndi hafa í för með sér brottrekstur úr ESB. 1. júlí 2015 15:18 Hvetur Grikki til að hafna samningnum Forsætisráðherra Grikklands vill semja um nýja neyðaraðstoð eftir að kosið verður um samninginn sem liggur fyrir. Hann hvetur Grikki til að samþykkja ekki samninginn. Kanslari Þýskalands segir tilgangslaust að semja eftir atkvæðagreiðsluna. 2. júlí 2015 07:00 Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Örtröð við gríska banka í morgun Opnaðir fyrir ellilífeyrisþega sem nota ekki greiðslukort. Geta að hámarki tekið út 120 evrur. 1. júlí 2015 07:39
Gríska þjóðin dofin: „Grikkir eru ekki vanir að taka ákvarðanir fyrir sjálfan sig“ Ræðismaður Íslands í Grikklandi lýsir ástandinu fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um helgina. 1. júlí 2015 12:15
Tsipras segir að viðræður haldi áfram eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna Forsætisráðherra Grikklands segir það ekki satt að höfnun krafna lánardrottna myndi hafa í för með sér brottrekstur úr ESB. 1. júlí 2015 15:18
Hvetur Grikki til að hafna samningnum Forsætisráðherra Grikklands vill semja um nýja neyðaraðstoð eftir að kosið verður um samninginn sem liggur fyrir. Hann hvetur Grikki til að samþykkja ekki samninginn. Kanslari Þýskalands segir tilgangslaust að semja eftir atkvæðagreiðsluna. 2. júlí 2015 07:00