Nico Rosberg átti daginn á Silverstone Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. júlí 2015 20:00 Nico Rosberg er maðurinn til að reyna að ógna í tímatökunni á morgun. Vísir/Getty Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. Rosberg missti af stórum hluta fyrri æfingarinnar vegna bilunar í glussakerfi bilsins. Hamilton var einungis 0,07 á eftir besta tíma Þjóðverjans.Max Verstappen átti góða æfingu á Toro Rosso bílnum og varð þriðji. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði og Carlos Sainz á Toro Rosso varð fimmti.Kimi Raikkonen var snöggur í dag.Vísir/GettyÁ seinni æfingunni varð Hamilton fjórði og tæplega hálfri sekúndu á eftir Rosberg. Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.Romain Grosjean á Lotus strandaði í mölinni í hinni löngu Luffield beygju. Fernando Alonso á McLaren fór út af brautinni á sama stað en nam ekki staðar. Manor ökumaðurinn Roberto Merhi lenti í vandræðum í sömu beygju. Luffield beygjan er greinilega ein sú erfiðasta á brautinni. Bein útsending frá tímatökunni á Silverstone hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu upplýsingum. Formúla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins. Hann rétt marði liðsfélaga sinn Lewis Hamilton á fyrri æfingunni. Rosberg missti af stórum hluta fyrri æfingarinnar vegna bilunar í glussakerfi bilsins. Hamilton var einungis 0,07 á eftir besta tíma Þjóðverjans.Max Verstappen átti góða æfingu á Toro Rosso bílnum og varð þriðji. Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði og Carlos Sainz á Toro Rosso varð fimmti.Kimi Raikkonen var snöggur í dag.Vísir/GettyÁ seinni æfingunni varð Hamilton fjórði og tæplega hálfri sekúndu á eftir Rosberg. Raikkonen varð annar og Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji.Romain Grosjean á Lotus strandaði í mölinni í hinni löngu Luffield beygju. Fernando Alonso á McLaren fór út af brautinni á sama stað en nam ekki staðar. Manor ökumaðurinn Roberto Merhi lenti í vandræðum í sömu beygju. Luffield beygjan er greinilega ein sú erfiðasta á brautinni. Bein útsending frá tímatökunni á Silverstone hefst klukkan 11:50 á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport.Hér fyrir neðan má sjá gagnvirkt brautarkort með öllum helstu upplýsingum.
Formúla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira