Hann hefur unnið með Björk síðastliðin sex ár, og nú síðast gerði hann grímu á hana fyrir Govenors Music Ball í New York.

Hann segist elska að geta gert útsauminn hvar sem hann er, á ferðalögum eða fyrir framan sjónvarpið.

Hann segir hugmyndina hafa komið þegar hann var fastur í New York og saknað Íslands og náttúrunnar. Þá hafi honum dottið í hug að taka eitthvað sem var fjöldaframleitt og gefa því einstakt líf.
Myndirnar af íþróttamerkjum Merry má sjá hér fyrir neðan.
Fylgstu með Glamour á Instagram og Facebook.


