Ný og ódýrari rafmagnsdrifrás frá Bosch Finnur Thorlacius skrifar 8. júlí 2015 09:00 Nýjar rafhlöður Bosch gætu gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla. Þýski rafmagnstækjaframleiðandinn Bosch og japanski samstarfsaðili þess GS Yuasa Corp. eru á góðri leið að smíða lithium ion rafhlöður sem kosta aðeins helminginn af rafhlöðum nútímans fyrir bíla en innihalda tvöfalda orku þeirra. Þessi nýja tækni gæti gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla segir forstjóri Bosch. Fyrirtækin tvö hyggjast hefja sölu á þessum nýja rafbúnaði árið 2020 og eru þau á góðum rekspeli að hrinda því í framkvæmd. Búist er við því að um 15% bíla verði með rafbúnaði í drifrás sinni árið 2020 og því er eftir miklu að slægjast hjá Bosch og GS Yuasa. Helsti munurinn á þessum búnaði og þeim rafbúnaði sem notaður er í dag er sá að hann notast við 48 volta spennu, en ekki 220. Þessi búnaður frá Bosch mun fara í ónefndan bíl þekkts evrópsks bílaframleiðanda í ár og því ætti fljótlega að koma reynsla á þessa nýju tækni. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Þýski rafmagnstækjaframleiðandinn Bosch og japanski samstarfsaðili þess GS Yuasa Corp. eru á góðri leið að smíða lithium ion rafhlöður sem kosta aðeins helminginn af rafhlöðum nútímans fyrir bíla en innihalda tvöfalda orku þeirra. Þessi nýja tækni gæti gerbreytt landslaginu í notkun rafmagns fyrir bíla segir forstjóri Bosch. Fyrirtækin tvö hyggjast hefja sölu á þessum nýja rafbúnaði árið 2020 og eru þau á góðum rekspeli að hrinda því í framkvæmd. Búist er við því að um 15% bíla verði með rafbúnaði í drifrás sinni árið 2020 og því er eftir miklu að slægjast hjá Bosch og GS Yuasa. Helsti munurinn á þessum búnaði og þeim rafbúnaði sem notaður er í dag er sá að hann notast við 48 volta spennu, en ekki 220. Þessi búnaður frá Bosch mun fara í ónefndan bíl þekkts evrópsks bílaframleiðanda í ár og því ætti fljótlega að koma reynsla á þessa nýju tækni.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent