Grikkir hafa ekki lagt fram neinar nýjar tillögur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júlí 2015 15:30 Euclid Tsakalotos, nýr fjármálaráðherra Grikklands, er hér í miðið ásamt fjármálaráðherrum Frakklands og Hollands. vísir/epa Engar nýjar tillögur komu fram frá Grikklandi á fundi sem fjármálaráðherrar evruríkjanna héldu í dag. Þetta segir Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu á Twitter, og bætir við að þetta hjálpi ekki fundinum í kvöld þar sem leiðtogar evruríkjanna munu koma saman og ræða fjárhagsvanda gríska ríkisins. The absence of a concrete proposal by #Greece government doesn't help this evening's #Eurozone leaders' meeting -JM— Joseph Muscat (@JosephMuscat_JM) July 7, 2015 Grikkir héldu kynningu á fundi fjármálaráðherranna í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um eftir að gríska þjóðin hafnaði samningstilboði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn. Fram kemur í frétt BBC að gríska ríkisstjórnin ætli ef til vill að leggja fram nýjar tillögur á morgun. Þó er ljóst að ástandið er afar viðkvæmt því haft er eftir öðrum heimildamanni að ef að Grikkir leggi í raun eitthvað formlegt fram á morgun þá muni enginn vilja lesa það hvort sem er. Talið er að Alexis Tsipras muni leggja til allt að 30% skuldaniðurfærslu ríkisins. Tsipras mun hitta Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Francoise Hollande, Frakklandsforseta, áður en leiðtogafundurinn hefst í kvöld. Grikkland Tengdar fréttir Ræðismaður Íslands í Grikklandi: „Grikkir eru bara saman í þessu“ Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að partý hafi verið á götum úti hjá þeim sem töluðu fyrir því að samningnum yrði hafnað. 6. júlí 2015 12:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Órói á mörkuðum vegna ákvörðunar Grikkja Fjármálaráðherra Frakklands segir boltann vera í höndum Grikklands. 6. júlí 2015 08:55 Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Engar nýjar tillögur komu fram frá Grikklandi á fundi sem fjármálaráðherrar evruríkjanna héldu í dag. Þetta segir Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu á Twitter, og bætir við að þetta hjálpi ekki fundinum í kvöld þar sem leiðtogar evruríkjanna munu koma saman og ræða fjárhagsvanda gríska ríkisins. The absence of a concrete proposal by #Greece government doesn't help this evening's #Eurozone leaders' meeting -JM— Joseph Muscat (@JosephMuscat_JM) July 7, 2015 Grikkir héldu kynningu á fundi fjármálaráðherranna í dag en kynntu ekki nýja áætlun, þrátt fyrir að óskir evrusvæðisins þar um eftir að gríska þjóðin hafnaði samningstilboði lánadrottna í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudaginn. Fram kemur í frétt BBC að gríska ríkisstjórnin ætli ef til vill að leggja fram nýjar tillögur á morgun. Þó er ljóst að ástandið er afar viðkvæmt því haft er eftir öðrum heimildamanni að ef að Grikkir leggi í raun eitthvað formlegt fram á morgun þá muni enginn vilja lesa það hvort sem er. Talið er að Alexis Tsipras muni leggja til allt að 30% skuldaniðurfærslu ríkisins. Tsipras mun hitta Angelu Merkel, Þýskalandskanslara, og Francoise Hollande, Frakklandsforseta, áður en leiðtogafundurinn hefst í kvöld.
Grikkland Tengdar fréttir Ræðismaður Íslands í Grikklandi: „Grikkir eru bara saman í þessu“ Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að partý hafi verið á götum úti hjá þeim sem töluðu fyrir því að samningnum yrði hafnað. 6. júlí 2015 12:00 Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09 Órói á mörkuðum vegna ákvörðunar Grikkja Fjármálaráðherra Frakklands segir boltann vera í höndum Grikklands. 6. júlí 2015 08:55 Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00 Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09 Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Ræðismaður Íslands í Grikklandi: „Grikkir eru bara saman í þessu“ Yannis Lyberopoulus, ræðismaður Íslands í Grikklandi, segir að partý hafi verið á götum úti hjá þeim sem töluðu fyrir því að samningnum yrði hafnað. 6. júlí 2015 12:00
Lítill tími til stefnu fyrir Grikki Vera Grikkja í evrusamstarfinu og jafnvel Evrópusambandinu er í húfi. 7. júlí 2015 08:09
Órói á mörkuðum vegna ákvörðunar Grikkja Fjármálaráðherra Frakklands segir boltann vera í höndum Grikklands. 6. júlí 2015 08:55
Grikkir leggja til 30 prósenta skuldaniðurfellingu í dag Búist er við því að Grikkir leggi fram nýja áætlun á neyðarfundi leiðtoga evruþjóðanna í dag. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segist tilbúinn að veita Grikkjum hjálparhönd. Fjármálaráðherra Grikkja sagði óvænt af sér í gær. 7. júlí 2015 08:00
Vill gera allt til að Grikkland verði áfram hluti af evrusvæðinu Fjármálaráðherra Frakklands segir það of áhættusamt ef Grikkir yfirgefa evrusamstarfið. 7. júlí 2015 11:09