Bankastjóri breska bankans Barclays, Antony Jenkins, hefur verið rekinn. Stjórnarformaður bankans hefur tekið tímabundið við starfinu á meðan leitað er að nýjum bankastjóra.
Jenkins var ráðinn bankastjóri fyrir þremur árum eftir að bankinn hafði gerst uppvís að því ásamt fimm öðrum alþjóðlegm bönkum að handstýra LIBOR-millibankavöxtum.

