
Kaldur veruleiki Grikkja
Þorbjörn Þórðarson fréttamaður er staddur í Aþenu. Hann ræddi þar við íbúa Aþenu sem og vara umhverfis- og orkumálaráðherra Grikkja. Sá er sjálfur fórnarlamb kreppunnar en hann þurfti að hætta sem prófessor í efnafræði og snúa sér að stjórnmálum í hruninu.
Fréttina má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir

Grikkir hamstra Apple vörur og önnur raftæki
„Fólk notar peningana sína núna því það er hrætt um að ná þeim ekki úr bönkunum,“ segir starfsmaður raftækjaverslunar.

Juncker vill tillögur á föstudagsmorgun
Forsætisráðherrar ríkja Evrusvæðisins funduðu um neyðaraðstoð í gær. Annar fundur verður á sunnudag. Lokafrestur Grikkja til að koma með ítarlegar tillögur er á föstudag. Nýr fjármálaráðherra Grikkja mætti tómhentur á fund í Brussel.

Grísk kreppa í íslensku lífeyrisljósi
Lífeyrismál eru eitt stærsta viðfangsefnið í viðræðum grískra stjórnvalda við lánardrottna sína. Lánardrottnar gagnrýna Grikki fyrir kostnaðarsamt lífeyriskerfi. Á sama tíma blása samtök eldri borgara í Grikklandi til mótmælaaðgerða gegn frekari skerðingu lífeyris.

Vísir mættur til Grikklands: „Óvenjulega sýnilegt hve margt heimilislaust fólk er í Aþenu“
"Það er mikil reiði hjá almennum Grikkjum, í garð hinna ríkjanna hér í Aþenu miðað við þá Grikki sem ég hef rætt við,“ segir Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður 365 miðla.