Ísland í 23. sæti á styrkleikalista FIFA | Aldrei verið ofar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2015 08:21 Sigurinn á Tékklandi skilar íslensku strákunum upp um 14 sæti á styrkleikalistanum. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. Ísland er í 16. sæti af Evrópuþjóðum á listanum. Sigurinn á Tékklandi 12. júní síðastliðinn var gríðarlega mikilvægur upp á stöðu Íslands á listanum að gera en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá síðasta lista og hefur aldrei verið ofar í sögunni. Þessi styrkleikalisti er sérlega mikilvægur því hann ræður í hvaða styrkleikaflokki liðin verða þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2018 í Rússlandi. Nú er ljóst að íslenska liðið verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í undanriðlana 25. júlí næstkomandi. Ísland hefur aldrei verið í jafn háum styrkleikaflokki þegar kemur að drætti í undanriðla stórmóts. Ísland er aðeins fimm stigum á eftir Frakklandi sem er í 22. sæti listans en á meðal þekktra fótboltaþjóða sem eru á eftir íslenska liðinu má nefna Úkraínu (27.), Rússland (28.), Bandaríkin (34.), Mexíkó (40.), Kamerún (42.), Serbíu (43.), Tyrkland (48.) og Japan (50.). Argentína vermir toppsæti styrkleikalistans en Þýskaland dettur niður í 2. sætið. Belgía fellur einnig niður um eitt sæti og í það þriðja en Kólumbía stendur í stað í 4. sætinu. Þá má geta þess að Wales er komið alla leið upp í 10. sæti listans, aðeins tveimur stigum og einu sæti á eftir Englandi sem er í 9. sætinu og hækkar sig um sex sæti frá síðasta lista. Suður-Ameríkumeistarar Chile eru í 11. sæti og Spánn kemur þar á eftir í 12. sæti.Efstu 25 löndin á listanum: 1. Argentína 2. Þýskaland 3. Belgía 4. Kolumbía 5. Holland 6. Brasilía 7. Portúgal 8. Rúmenía 9. England 10. Wales 11. Chile 12. Spánn 13. Úrúgvæ 14. Króatía 15. Slóvakía 15. Austurríki 17. Ítalía 18. Sviss 19. Alsír 20. Tékkland 21. Fílabeinsströndin 22. Frakkland 23. Ísland 24. Danmörk 25. GhanaListann í heild sinni má sjá með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er í 23. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem var gefinn út í morgun. Ísland er í 16. sæti af Evrópuþjóðum á listanum. Sigurinn á Tékklandi 12. júní síðastliðinn var gríðarlega mikilvægur upp á stöðu Íslands á listanum að gera en íslenska liðið hækkar sig um 14 sæti frá síðasta lista og hefur aldrei verið ofar í sögunni. Þessi styrkleikalisti er sérlega mikilvægur því hann ræður í hvaða styrkleikaflokki liðin verða þegar dregið verður í riðla fyrir undankeppni HM 2018 í Rússlandi. Nú er ljóst að íslenska liðið verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í undanriðlana 25. júlí næstkomandi. Ísland hefur aldrei verið í jafn háum styrkleikaflokki þegar kemur að drætti í undanriðla stórmóts. Ísland er aðeins fimm stigum á eftir Frakklandi sem er í 22. sæti listans en á meðal þekktra fótboltaþjóða sem eru á eftir íslenska liðinu má nefna Úkraínu (27.), Rússland (28.), Bandaríkin (34.), Mexíkó (40.), Kamerún (42.), Serbíu (43.), Tyrkland (48.) og Japan (50.). Argentína vermir toppsæti styrkleikalistans en Þýskaland dettur niður í 2. sætið. Belgía fellur einnig niður um eitt sæti og í það þriðja en Kólumbía stendur í stað í 4. sætinu. Þá má geta þess að Wales er komið alla leið upp í 10. sæti listans, aðeins tveimur stigum og einu sæti á eftir Englandi sem er í 9. sætinu og hækkar sig um sex sæti frá síðasta lista. Suður-Ameríkumeistarar Chile eru í 11. sæti og Spánn kemur þar á eftir í 12. sæti.Efstu 25 löndin á listanum: 1. Argentína 2. Þýskaland 3. Belgía 4. Kolumbía 5. Holland 6. Brasilía 7. Portúgal 8. Rúmenía 9. England 10. Wales 11. Chile 12. Spánn 13. Úrúgvæ 14. Króatía 15. Slóvakía 15. Austurríki 17. Ítalía 18. Sviss 19. Alsír 20. Tékkland 21. Fílabeinsströndin 22. Frakkland 23. Ísland 24. Danmörk 25. GhanaListann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira