Pattstaða á kínverskum fjármálamörkuðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júlí 2015 10:36 Fjárfestar hafa fylgst með eignum sínum hrynja í verði. vísir/ap Kínverki hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í nær frjálsu falli frá því í júní en síðan þá hafa markaðir fallið um nærri þriðjung. Fall markaðanna nemur um þremur billjónum dollara eða 402 billjónum íslenskra króna. Til samanburðar er gert ráð fyrir því afskriftir gríska ríkisins muni nema um 20 billjónum króna. Helsti munurinn er sá að þessar tuttugu milljónir dreifast niður á 90 milljónir kínverskra fjárfesta en ekki á ríkissjóði örfárra landa. Hingað til hafa aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að bæta stöðuna misheppnast. Nýjasta útspilið er að meina fjárfestum, sem eiga meir en fimm prósent í félögum, að stunda viðskipti með bréf sín. Verð þeirra getur ekki lækkað meir þar sem ekki er hægt að ekki er hægt að kaupa eða selja bréfin. Verðmæti upp á nærri 350 billjónir íslenskra króna sitja frosin í höndum eigenda sinna næstu daga og vikur.Hér má sjá hvernig málin hafa þróast síðusta árið.mynd/bloombergStöðuna sem nú er komin upp má rekja til þess að fjárfestar fengu fé að láni til þess að kaupa hluti. Margir hverjir hafa neyðst til að selja hlutina sína til þess að standa í skilum með tilheyrandi verðhruni á mörkuðum. „Ég hafði aldrei stundað nein viðskipti áður,“ segir Lin Jinxia í viðtali við blaðamann BBC. „Það voru allir að þessu í kringum mig svo ég ákvað að prófa.“ Hún og eiginmaður hennar keyptu í maí hlutabréf fyrir sparifé sitt en upphæðin nam ríflega fjórum milljónum króna. Peningunum dreifðu þau niður á bifreiðaframleiðendur, tískufyrirtæki og raftækjaframleiðendur en tímasetningin hefði ekki getað verið verri. Eignir þeirra hafa fallið um helming. „Við höfum tapað miklu af peningunum sem við áttum. Við eigum ekki mikið. Þetta var ævisparnaður okkar. Það sem við verðum að gera núna er að spara og finna staði til að skera niður.“ Tengdar fréttir Fjárfestum bannað að selja bréf sín í sex mánuði Þeir sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum í Kína mega ekki selja bréf sín næsta hálfa árið. 9. júlí 2015 07:12 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kínverki hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í nær frjálsu falli frá því í júní en síðan þá hafa markaðir fallið um nærri þriðjung. Fall markaðanna nemur um þremur billjónum dollara eða 402 billjónum íslenskra króna. Til samanburðar er gert ráð fyrir því afskriftir gríska ríkisins muni nema um 20 billjónum króna. Helsti munurinn er sá að þessar tuttugu milljónir dreifast niður á 90 milljónir kínverskra fjárfesta en ekki á ríkissjóði örfárra landa. Hingað til hafa aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að bæta stöðuna misheppnast. Nýjasta útspilið er að meina fjárfestum, sem eiga meir en fimm prósent í félögum, að stunda viðskipti með bréf sín. Verð þeirra getur ekki lækkað meir þar sem ekki er hægt að ekki er hægt að kaupa eða selja bréfin. Verðmæti upp á nærri 350 billjónir íslenskra króna sitja frosin í höndum eigenda sinna næstu daga og vikur.Hér má sjá hvernig málin hafa þróast síðusta árið.mynd/bloombergStöðuna sem nú er komin upp má rekja til þess að fjárfestar fengu fé að láni til þess að kaupa hluti. Margir hverjir hafa neyðst til að selja hlutina sína til þess að standa í skilum með tilheyrandi verðhruni á mörkuðum. „Ég hafði aldrei stundað nein viðskipti áður,“ segir Lin Jinxia í viðtali við blaðamann BBC. „Það voru allir að þessu í kringum mig svo ég ákvað að prófa.“ Hún og eiginmaður hennar keyptu í maí hlutabréf fyrir sparifé sitt en upphæðin nam ríflega fjórum milljónum króna. Peningunum dreifðu þau niður á bifreiðaframleiðendur, tískufyrirtæki og raftækjaframleiðendur en tímasetningin hefði ekki getað verið verri. Eignir þeirra hafa fallið um helming. „Við höfum tapað miklu af peningunum sem við áttum. Við eigum ekki mikið. Þetta var ævisparnaður okkar. Það sem við verðum að gera núna er að spara og finna staði til að skera niður.“
Tengdar fréttir Fjárfestum bannað að selja bréf sín í sex mánuði Þeir sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum í Kína mega ekki selja bréf sín næsta hálfa árið. 9. júlí 2015 07:12 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Viðskipti innlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Viðskipti innlent Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Fjárfestum bannað að selja bréf sín í sex mánuði Þeir sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum í Kína mega ekki selja bréf sín næsta hálfa árið. 9. júlí 2015 07:12