Pattstaða á kínverskum fjármálamörkuðum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júlí 2015 10:36 Fjárfestar hafa fylgst með eignum sínum hrynja í verði. vísir/ap Kínverki hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í nær frjálsu falli frá því í júní en síðan þá hafa markaðir fallið um nærri þriðjung. Fall markaðanna nemur um þremur billjónum dollara eða 402 billjónum íslenskra króna. Til samanburðar er gert ráð fyrir því afskriftir gríska ríkisins muni nema um 20 billjónum króna. Helsti munurinn er sá að þessar tuttugu milljónir dreifast niður á 90 milljónir kínverskra fjárfesta en ekki á ríkissjóði örfárra landa. Hingað til hafa aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að bæta stöðuna misheppnast. Nýjasta útspilið er að meina fjárfestum, sem eiga meir en fimm prósent í félögum, að stunda viðskipti með bréf sín. Verð þeirra getur ekki lækkað meir þar sem ekki er hægt að ekki er hægt að kaupa eða selja bréfin. Verðmæti upp á nærri 350 billjónir íslenskra króna sitja frosin í höndum eigenda sinna næstu daga og vikur.Hér má sjá hvernig málin hafa þróast síðusta árið.mynd/bloombergStöðuna sem nú er komin upp má rekja til þess að fjárfestar fengu fé að láni til þess að kaupa hluti. Margir hverjir hafa neyðst til að selja hlutina sína til þess að standa í skilum með tilheyrandi verðhruni á mörkuðum. „Ég hafði aldrei stundað nein viðskipti áður,“ segir Lin Jinxia í viðtali við blaðamann BBC. „Það voru allir að þessu í kringum mig svo ég ákvað að prófa.“ Hún og eiginmaður hennar keyptu í maí hlutabréf fyrir sparifé sitt en upphæðin nam ríflega fjórum milljónum króna. Peningunum dreifðu þau niður á bifreiðaframleiðendur, tískufyrirtæki og raftækjaframleiðendur en tímasetningin hefði ekki getað verið verri. Eignir þeirra hafa fallið um helming. „Við höfum tapað miklu af peningunum sem við áttum. Við eigum ekki mikið. Þetta var ævisparnaður okkar. Það sem við verðum að gera núna er að spara og finna staði til að skera niður.“ Tengdar fréttir Fjárfestum bannað að selja bréf sín í sex mánuði Þeir sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum í Kína mega ekki selja bréf sín næsta hálfa árið. 9. júlí 2015 07:12 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kínverki hlutabréfamarkaðurinn hefur verið í nær frjálsu falli frá því í júní en síðan þá hafa markaðir fallið um nærri þriðjung. Fall markaðanna nemur um þremur billjónum dollara eða 402 billjónum íslenskra króna. Til samanburðar er gert ráð fyrir því afskriftir gríska ríkisins muni nema um 20 billjónum króna. Helsti munurinn er sá að þessar tuttugu milljónir dreifast niður á 90 milljónir kínverskra fjárfesta en ekki á ríkissjóði örfárra landa. Hingað til hafa aðgerðir kínverskra stjórnvalda til að bæta stöðuna misheppnast. Nýjasta útspilið er að meina fjárfestum, sem eiga meir en fimm prósent í félögum, að stunda viðskipti með bréf sín. Verð þeirra getur ekki lækkað meir þar sem ekki er hægt að ekki er hægt að kaupa eða selja bréfin. Verðmæti upp á nærri 350 billjónir íslenskra króna sitja frosin í höndum eigenda sinna næstu daga og vikur.Hér má sjá hvernig málin hafa þróast síðusta árið.mynd/bloombergStöðuna sem nú er komin upp má rekja til þess að fjárfestar fengu fé að láni til þess að kaupa hluti. Margir hverjir hafa neyðst til að selja hlutina sína til þess að standa í skilum með tilheyrandi verðhruni á mörkuðum. „Ég hafði aldrei stundað nein viðskipti áður,“ segir Lin Jinxia í viðtali við blaðamann BBC. „Það voru allir að þessu í kringum mig svo ég ákvað að prófa.“ Hún og eiginmaður hennar keyptu í maí hlutabréf fyrir sparifé sitt en upphæðin nam ríflega fjórum milljónum króna. Peningunum dreifðu þau niður á bifreiðaframleiðendur, tískufyrirtæki og raftækjaframleiðendur en tímasetningin hefði ekki getað verið verri. Eignir þeirra hafa fallið um helming. „Við höfum tapað miklu af peningunum sem við áttum. Við eigum ekki mikið. Þetta var ævisparnaður okkar. Það sem við verðum að gera núna er að spara og finna staði til að skera niður.“
Tengdar fréttir Fjárfestum bannað að selja bréf sín í sex mánuði Þeir sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum í Kína mega ekki selja bréf sín næsta hálfa árið. 9. júlí 2015 07:12 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Fjárfestum bannað að selja bréf sín í sex mánuði Þeir sem eiga meira en 5 prósent í tilteknum félögum í Kína mega ekki selja bréf sín næsta hálfa árið. 9. júlí 2015 07:12