Frestur Grikkja runninn út: Fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar á vanskilaskrá AGS Bjarki Ármannsson skrifar 30. júní 2015 22:36 Janis Varúfakis, fjármálaráðherra Grikklands, hefur átt erfiðan dag. Vísir/AP Frestur Grikkja til að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) þá 1,6 milljarða evra sem ríkið fékk í neyðaraðstoð frá sjóðnum rann út klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Grikklandi tókst ekki að greiða lánið, né endursemja um skuldina. Grikkland er hér með eina þróaða land heimsins á „vanskilaskrá“ AGS, en fyrir á þeim lista eru Afríkuríkin Súdan, Sómalía og Simbabve. Stjórn AGS tekur ekki svo til orða að Grikkland sé í greiðslufalli en það hefur Jeroen Dijsselbloem, formaður fjármálanefndar evruþjóðanna, hinsvegar gert. Samkvæmt upplýsingum frá AGS hefur gríska ríkið óskað eftir framlenginu á neyðarláninu en Grikkland fær ekki meira fjármagn frá sjóðnum fyrr en það er komið af vanskilaskrá. Mikil óvissa ríkir um framhaldið. Grikkland er fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir í vanskilum gagnvart AGS og ljóst að fjárhagsvandræðum ríkisins er hvergi nærri lokið. Fjármálaráðherrar evruþjóðanna funda aftur á morgun en þeir höfnuðu fyrr í kvöld beiðni Grikklands um framlengingu á neyðarláninu.A history of countries with protracted arrears with the IMF (via http://t.co/dlmNVXX7uJ): pic.twitter.com/ALHgOl6vM3— Alberto Nardelli (@AlbertoNardelli) June 30, 2015 Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Forseti framkvæmdastjórnar ESB var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun. 29. júní 2015 11:30 Tsipras hvetur þjóð sína til að segja nei Ýjaði að því að ef tilboð lánadrottna yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá segði hann af sér embætti. 30. júní 2015 07:34 Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda aftur á morgun. Allt bendir til þess að Grikklandi fari í greiðslufall í kvöld. 30. júní 2015 19:55 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Frestur Grikkja til að endurgreiða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (AGS) þá 1,6 milljarða evra sem ríkið fékk í neyðaraðstoð frá sjóðnum rann út klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma. Grikklandi tókst ekki að greiða lánið, né endursemja um skuldina. Grikkland er hér með eina þróaða land heimsins á „vanskilaskrá“ AGS, en fyrir á þeim lista eru Afríkuríkin Súdan, Sómalía og Simbabve. Stjórn AGS tekur ekki svo til orða að Grikkland sé í greiðslufalli en það hefur Jeroen Dijsselbloem, formaður fjármálanefndar evruþjóðanna, hinsvegar gert. Samkvæmt upplýsingum frá AGS hefur gríska ríkið óskað eftir framlenginu á neyðarláninu en Grikkland fær ekki meira fjármagn frá sjóðnum fyrr en það er komið af vanskilaskrá. Mikil óvissa ríkir um framhaldið. Grikkland er fyrsta þróaða hagkerfi sögunnar sem lendir í vanskilum gagnvart AGS og ljóst að fjárhagsvandræðum ríkisins er hvergi nærri lokið. Fjármálaráðherrar evruþjóðanna funda aftur á morgun en þeir höfnuðu fyrr í kvöld beiðni Grikklands um framlengingu á neyðarláninu.A history of countries with protracted arrears with the IMF (via http://t.co/dlmNVXX7uJ): pic.twitter.com/ALHgOl6vM3— Alberto Nardelli (@AlbertoNardelli) June 30, 2015
Grikkland Tengdar fréttir Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36 Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Forseti framkvæmdastjórnar ESB var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun. 29. júní 2015 11:30 Tsipras hvetur þjóð sína til að segja nei Ýjaði að því að ef tilboð lánadrottna yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá segði hann af sér embætti. 30. júní 2015 07:34 Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda aftur á morgun. Allt bendir til þess að Grikklandi fari í greiðslufall í kvöld. 30. júní 2015 19:55 Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mikill órói á fjármálamörkuðum vegna ástandsins í Grikklandi Bankar í landinu verða lokaðir til 7. júlí. 29. júní 2015 07:36
Juncker segist svikinn af grískum ráðamönnum Forseti framkvæmdastjórnar ESB var harðorður í garð grísku ríkisstjórnarinnar á fréttamannafundi í morgun. 29. júní 2015 11:30
Tsipras hvetur þjóð sína til að segja nei Ýjaði að því að ef tilboð lánadrottna yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu þá segði hann af sér embætti. 30. júní 2015 07:34
Beiðni Grikkja um framlengingu á neyðaraðstoð hafnað Fjármálaráðherrar Evruríkjanna funda aftur á morgun. Allt bendir til þess að Grikklandi fari í greiðslufall í kvöld. 30. júní 2015 19:55