Óljós staða í deilum Rafiðnaðarsambandsins og SA Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. júní 2015 21:56 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, var staddur í árlegri útilegu sambandsins á Apavatni þegar Vísir náði tali af honum. vísir/GVA Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Samninganefndir Rafiðnaðarsambandsins og Samtaka atvinnulífsins funda seinni partinn á morgun í húsakynnum Ríkissáttasemjara með það fyrir augum að afstýra yfirvofandi verkfalli fyrrnefnda félagsins sem hefst aðfaranótt þriðjudags. Ljóst er að verkfallið myndi hafa mikil áhrif - ekki síst á störf Ríkisútvarpsins þar sem fjöldi félagsmanna Rafiðnaðarsambandsins starfa. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, segir að staðan í viðræðunum sé í raun mjög óljós eftir að SA sleit viðræðunum við sambandið í liðinni viku. „SA dró okkur svo aftur á borðinu þegar þau áttuðu sig á því að það þyrfti eitthvað að ræða við okkur. Við erum þó ekki komnir með í hendurnar hvernig þeir hugsa sér nákvæmlega að lenda þessum málum,“ segir Kristján en sambandið hefur í sinni baráttu lagt höfuðáherslu á að auka framleiðni, fækka yfirvinnutímum og hækka dagvinnulaun félagsmanna sinna. Kristján segir að samninganefndirnar hafi þó verið komnar nokkuð nálægt samkomulagi fyrir viðræðuslitin í síðustu viku. Búið hafi verið að vinna í öllum textum áður en SA sleit samningaumleitununum á atriðum sem Kristján segir að búið hafi verið að vinna með.„Þetta eru óneitanlega gríðarleg vonbrigði að SA hafi slitið viðræðum á þessum tímapunkti. Samtökin vildu ekki fallast á sérkröfur okkar og ákváðu að slíta viðræðum. Þetta er skrítin tímasetning því samningur var langt kominn og við höfum unnið hart að því að vinna texta í nýjum samningi,“ segir Kristján Þórður. Komi til verkfalls á miðnætti á mánudag segir Kristján ljóst að áhrif þess gætu orðið víðtæk. Mörgum er minnistæð umræðan um hver áhrif þess yrðu á starfsemi Ríkisútvarpsins og segir Kristján að þau yrðu þau sömu og varað var við á sínum tíma. Engar útsendingar yrðu á RÚV nema ef um „sjálfkeyrða dagskrárliði“ er að ræða. Það þýðir að umsjónarmenn þáttanna sjá sjálfir um tæknihliðina en þeir þættir sem þarfnast tæknimanna falla niður. Starfsmenn Rafiðnaðarsambandsins eru nú staddir í árlegri fjölskylduútilegu sambandsins við Apavatn og segir Kristján að yfirvofandi verkföll hafi sett svip sinn á útileguna þetta árið. Einhverrar gremju hafi verið vart meðal starfsmannanna - „en menn hafa þetta allt á málefnalegum nótum,“ segir Kristján.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00 Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09 Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09 „SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Samningar voru nánast í höfn Samtök atvinnulífsins slíta viðræðum við VM og Rafiðnaðarsambandið 17. júní 2015 08:00
Rafiðnaðarsambandið: Hvetur stjórnendur RÚV til þess að fara með rétt mál Rafiðnaðarsambandið segir stjórnendur RÚV fara með rangt mál í tilkynningu sinni um deilu sambandsins og RÚV. 7. apríl 2015 20:09
Verkfall tæknimanna RÚV dæmt ólöglegt Boðað verkfall tæknimanna á RÚV sem hefjast átti klukkan 6 í fyrramálið hefur verið dæmt ólöglegt af Félagsdómi. 25. mars 2015 18:09
„SA hafa ekki hlustað á kröfugerð okkar“ Lítið þokast í viðræðum Samtaka atvinnulífsins og iðnaðarmanna um nýjan kjarasamning. 2. júní 2015 07:00