Átta flugvélar Icelandair neyðst til að lenda á Reykjavíkurflugvelli síðasta áratug Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júní 2015 16:43 Frá Reykjavíkurflugvelli vísir/vilhelm Aðeins átta flugvélar neyddust til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli á árunum 2005-2014 eða að meðaltali minna en ein flugvél á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. Flugáætlanir berast í rafrænum skeytum og taka til atriða eins og flugleiðar, gerðar vélar, fjölda farþega, komutíma, varaflugvallar ef á þarf að halda og fleiri þátta. Til viðbótar berst síðan nokkur fjöldi afboðana en meginreglan er að í þeim kemur ekki annað fram en að fallið hafi verið frá fyrirhugaðri lendingu. Aðrar upplýsingar eins og ástæður og hvert flogið verði í staðinn eru alla jafna ekki gefnar. Í svarinu kemur fram að þessar upplýsingar hafi hingað til ekki verið kerfisbundið skráðar. Til að gefa hugmynd um í hve algengt þetta væri var haft samband við Icelandair sem veitti upplýsingar um hve oft vélar, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli, lentu í Reykjavík. Ástæðan var oftast veður. Flestar lendingar á Reykjavíkurflugvelli áttu sér stað árið 2010, alls þrjár. Það sem af er ári hafa tvær vélar neyðst til að lenda í Reykjavík. Í svarinu er einnig tekið fram hve margar vélar hafa lent á Akureyri og Egilsstöðum. Þrettán vélar hafa þurft að lenda á síðarnefnda vellinum árin 2005-2014 og átta vélar á Akureyri á sama tíma. Flestar lendingar á öðrum stað en upphaflega var áætlað áttu sér stað árið 2008 þegar tíu vélar lentu á öðrum stað. Árin 2006 og 2013 þurfti engin vél að gera það.Flugtök og lendingar á Keflavíkurflugvelli 1995-2014 | Create infographics Helgi Hrafn spurði einnig um hve margar flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli undanfarin tuttugu ár. Svar ráðherra tekur fram hve margar vélar lenda og takast á loft. Athyglisvert er að þrefalt fleiri hreyfingar voru árið 2014 heldur en árið 1995.Almannaflug spannar annað borgaralegt flug til landsins en farþega- eða vöruflug og er þar í flestum tilfellum um flug einkaflugvéla að ræða. Undir yfirskriftinni aðrar hreyfingar eru taldar snertilendingar, þ.e. æfinga- og kennsluflug bæði borgaralegra flugvéla og herflugvéla. Að öðru leyti er allt innanlandsflug og allt ríkisflug, t.d. á vegum Landhelgisgæslunnar, sett í þennan dálk.Undanfarin tuttugu ár hafa 1.271.292 hreyfingar, en hreyfing telst sem flugtak og lending, átt sér stað á Keflavíkurflugvelli. Þá eru hreyfingar þessa árs taldar með. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Aðeins átta flugvélar neyddust til þess að lenda á Reykjavíkurflugvelli á árunum 2005-2014 eða að meðaltali minna en ein flugvél á ári. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Helga Hrafns Gunnarssonar. Flugáætlanir berast í rafrænum skeytum og taka til atriða eins og flugleiðar, gerðar vélar, fjölda farþega, komutíma, varaflugvallar ef á þarf að halda og fleiri þátta. Til viðbótar berst síðan nokkur fjöldi afboðana en meginreglan er að í þeim kemur ekki annað fram en að fallið hafi verið frá fyrirhugaðri lendingu. Aðrar upplýsingar eins og ástæður og hvert flogið verði í staðinn eru alla jafna ekki gefnar. Í svarinu kemur fram að þessar upplýsingar hafi hingað til ekki verið kerfisbundið skráðar. Til að gefa hugmynd um í hve algengt þetta væri var haft samband við Icelandair sem veitti upplýsingar um hve oft vélar, sem áttu að lenda á Keflavíkurflugvelli, lentu í Reykjavík. Ástæðan var oftast veður. Flestar lendingar á Reykjavíkurflugvelli áttu sér stað árið 2010, alls þrjár. Það sem af er ári hafa tvær vélar neyðst til að lenda í Reykjavík. Í svarinu er einnig tekið fram hve margar vélar hafa lent á Akureyri og Egilsstöðum. Þrettán vélar hafa þurft að lenda á síðarnefnda vellinum árin 2005-2014 og átta vélar á Akureyri á sama tíma. Flestar lendingar á öðrum stað en upphaflega var áætlað áttu sér stað árið 2008 þegar tíu vélar lentu á öðrum stað. Árin 2006 og 2013 þurfti engin vél að gera það.Flugtök og lendingar á Keflavíkurflugvelli 1995-2014 | Create infographics Helgi Hrafn spurði einnig um hve margar flugvélar hafa lent á Keflavíkurflugvelli undanfarin tuttugu ár. Svar ráðherra tekur fram hve margar vélar lenda og takast á loft. Athyglisvert er að þrefalt fleiri hreyfingar voru árið 2014 heldur en árið 1995.Almannaflug spannar annað borgaralegt flug til landsins en farþega- eða vöruflug og er þar í flestum tilfellum um flug einkaflugvéla að ræða. Undir yfirskriftinni aðrar hreyfingar eru taldar snertilendingar, þ.e. æfinga- og kennsluflug bæði borgaralegra flugvéla og herflugvéla. Að öðru leyti er allt innanlandsflug og allt ríkisflug, t.d. á vegum Landhelgisgæslunnar, sett í þennan dálk.Undanfarin tuttugu ár hafa 1.271.292 hreyfingar, en hreyfing telst sem flugtak og lending, átt sér stað á Keflavíkurflugvelli. Þá eru hreyfingar þessa árs taldar með.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Styðja að borgin verði svipt valdi yfir flugvelli Bæjarráð Fljótsdalshéraðs, en þar er Egilsstaðaflugvöllur, samþykkti í dag að lýsa yfir stuðningi við lagafrumvarp þess efnis að skipulagsvald Reykjavíkurflugvallar verði í höndum ríkisvaldsins, líkt og gildir um Keflavíkurflugvöll. 11. maí 2015 21:15