París ætlar að sækja um að fá að halda Ólympíuleikana 2024.
Umsóknarfresturinn rennur út í september en alþjóða ólympíunefndin tilkynnir val sitt eftir tvö ár.
París hélt Ólympíuleikana í fyrsta og eina skipti 1924 en verði borgin fyrir valinu nú verða 100 ár síðan leikarnir fóru síðast fram þar.
París sótti um að fá að halda leikana 1992, 2008 og 2012 en án árangurs.
Þrjár borgir hafa þegar sótt um að fá að halda Ólympíuleikana 2024: Boston, Róm og Hamborg. Ekki er útilokað að fleiri borgir bætist í hópinn áður en umsóknarfresturinn rennur út.
París sækir um að fá að halda ÓL 2024
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið




Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn



