Prófessor segir Framsókn bera flest einkenni þjóðernispopúlisma Jakob Bjarnar skrifar 23. júní 2015 12:41 Leiðtogablæti, trúin á sterkan og innblásinn leiðtoga, er eitt þeirra atriða sem skilgreina þjóðernispopúlisma, að sögn Eiríks Bergmanns. visir/vilhelm/gva „Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“ Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira
„Þetta er semsé fræðigrein mín í tímaritinu Stjórnmál og Stjórnsýsla (irpa.is) sem heitir: Populism in Iceland: Has the Progressive Party turned Populist? En, í henni spyr ég hvort Framsóknarflokkurinn hafi færst inn fyrir mengi þjóðernispopúlisma undir nýrri forystu eftir Hrun,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor í samtali við Vísi. Eiríkur hefur unnið að þessari rannsókn allt frá hruni, og undanfarin tvö ár hefur hann unnið í henni samfleytt og markvisst.Mildari útgáfa popúlismaGreinina í heild sinni má nálgast hér. Og, niðurstaðan er afgerandi. „Framsóknarflokkurinn hefur í dag flest einkenni þjóðernispoppúlisma eins og þau birtast í Evrópu. Flokkurinn hefur þó skýrari einkenni þjóðernishyggju en einnig mörg af helstu einkennum popúlisma eins og þau eru skilgreind í greinni,“ segir Eiríkur: Framsóknarflokkrinn fellur í mengi mildari útgáfu slíkra flokka, líkastur Framfaraflokknum í Noregi. „Aðeins eru tvö önnur dæmi þess að gróinn meginstraumsflokkur í álfunni hafi færst yfir í slíkan þjóðernispopúlisma. Það eru Frelsisflokkurinn í Austurríki og Þjóðarflokkurinn í Sviss.“Leiðtogablæti og andstaða við fjölmenninguSpurður nánar út í það hvaða atriði það séu sem gera að Framsóknarflokkurinn er að mælast hár á þeim kvörðum sem skilgreina þjóðernispopúlisma segir Eiríkur það fyrst og fremst þjóðernisáherslan. „Þar er hann í toppi en skorar líka á öðrum katígoríum líkt og andstöðu við fjölmenningu, múslima, ESB, tilbúna elítu og svo framvegis. Einnig á áherslu á leiðtoga, einföldun á flóknum málum, og svoleiðis auk kröfu um að tala fyrir hinn almenna mann, segja það sem aðrir hugsa.” Í greininni er þjóðernispopúlismi skilgreindur farið yfir þróun slíkra flokk og loks Framsóknaflokkurinn greindur útfrá þessum formerkjum. Þjóðernispopúlismi er orðinn ansi rótgróinn í evrópskum stjórnmálum, að sögn Eiríks. En að skilgreina hvað þetta fyrirbæri er fyrir nokkuð er hins vegar öllu örðugara. „Þjóðernispopúlískar hreyfingar eru enda alls konar, hafa oft ólíkar skoðanir á hinu og þessu, oft mjög breytilegar frá einu landi til annars og byggja oft á aðstæðum í hverju landi fyrir sig sem geta verið æði ólíkar, hverfast því oft um jafnvel gagnstæða hagsmuni milli landa. Þjóðernispopúlismi er þess heldur þunn hugmyndafræði, ekki heilsteypt kenningakerfi eins og frjálshyggja eða félagshyggja, heldur frekar aðferð í stjórnmálastarfi.“Trúin á sterkan og innblásinn leiðtogaÍ greininni tiltekur Eiríkur tíu einkenni sem samandregið eru: Hægri þjóðernispopúlistar eru yfirleitt andsnúnir breytingum. Þeir eru siðboðandi andstæðingar Evrópusambandsins, innflytjenda og elítunnar. Þeir trúa á sterkan innblásinn leiðtoga, eru verndarar innlendrar framleiðslu, laga og reglna og hafa efasemdir um fjölmenningu. Þeir greina skýrt á milli „okkar“ og „hinna“, bjóða einfaldar lausnir við flóknum úrlausnarefnum og kippa sér ekki upp við innri mótsagnir. „Flest af þessu er að finna í málflutningi fulltrúa Framsóknarflokksins eins og rakið er í greininni,“ segir Eiríkur og tekur það fram að hann sé ekki að færa fram neina skoðun, heldur aðeins máta flokkinn við tiltekna skilgreinda þætti. Og, Eiríkur býst ekkert frekar við kárínum úr ranni Framsóknarmanna í kjölfar þess að hann birtir þessar niðurstöður: „Nei, það getur varla verið – ég er bara að taka til það sem flokksmenn sjálfir segja og greina með almennum og viðurkenndum hætti.“
Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fleiri fréttir „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Sjá meira