Flugfreyjur hjóla naktar ef þær fá tvö þúsund læk Stefán Árni Pálsson skrifar 24. júní 2015 11:45 Margrét Björndóttir er lengst til hægri. „Það gengur glimrandi vel, við erum á glæsilegum meðalhraða og hér er geggjuð stemning,“ segir Margrét Björnsdóttir, liðsmaður í WOW Freyjum, en WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin stendur nú yfir og taka 116 lið þátt. Hún var í viðtali í Morgunþættinum á FM957 en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Sjá einnig: Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 „Veðrið er frábært, það er logn og algjör paradís. Við erum að taka svona korter á mann. Sjálf hef ég ekkert sofið og er að fara leggja mig núna eftir smá stund, sem er ansi vel þegið. Ég fæ 1-2 tíma í svefn, ég er orðin frekar helluð á því.“ Hún segir að undirbúningurinn hafi verið strangur. Stöð 2 Sport og Vísir mun sýna frá og fjalla um Wow Cyclothon hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. „Við hvetjum alla til þess að styrkja okkur, það er rosalega auðvelt bara með því að senda sms-ið 1118 í númerið 907 1501. Þá ertu að styrkja málefnið um þúsund krónur. Síðan er hægt að fara á síðu keppninnar og leggja beint inn á okkar lið.“ Hún bætir síðan við að lokum: „Mig langar að hvetja fólk til þess að læka síðuna okkar, WOW Freyjur – Cyclothon, við erum komnar með þúsund læk. Ef við náum tvö þúsund lækum þá skulum við hjóla naktar.“Hér má sjá Facebook-síðuna og hvetur Lífið lesendur til þess að like-a síðuna. Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum. Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
„Það gengur glimrandi vel, við erum á glæsilegum meðalhraða og hér er geggjuð stemning,“ segir Margrét Björnsdóttir, liðsmaður í WOW Freyjum, en WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin stendur nú yfir og taka 116 lið þátt. Hún var í viðtali í Morgunþættinum á FM957 en fjöldi þátttakenda í ár hefur meira en tvöfaldast frá því í fyrra. Sjá einnig: Bein útsending: WOW Cyclothon 2015 „Veðrið er frábært, það er logn og algjör paradís. Við erum að taka svona korter á mann. Sjálf hef ég ekkert sofið og er að fara leggja mig núna eftir smá stund, sem er ansi vel þegið. Ég fæ 1-2 tíma í svefn, ég er orðin frekar helluð á því.“ Hún segir að undirbúningurinn hafi verið strangur. Stöð 2 Sport og Vísir mun sýna frá og fjalla um Wow Cyclothon hjólreiðakeppni þar sem hjólað er í kringum Ísland og áheitum safnað til styrktar uppbyggingar Batamiðstöðvar á Kleppi. „Við hvetjum alla til þess að styrkja okkur, það er rosalega auðvelt bara með því að senda sms-ið 1118 í númerið 907 1501. Þá ertu að styrkja málefnið um þúsund krónur. Síðan er hægt að fara á síðu keppninnar og leggja beint inn á okkar lið.“ Hún bætir síðan við að lokum: „Mig langar að hvetja fólk til þess að læka síðuna okkar, WOW Freyjur – Cyclothon, við erum komnar með þúsund læk. Ef við náum tvö þúsund lækum þá skulum við hjóla naktar.“Hér má sjá Facebook-síðuna og hvetur Lífið lesendur til þess að like-a síðuna. Í keppninni verður hjólað með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland, um Hvalfjörð og yfir Öxi á innan við 72 tímum.
Heilsa Wow Cyclothon Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira