Guðríður Guðbrandsdóttir fallin frá 25. júní 2015 15:38 Guðríður á 105 ára afmælisdeginum sínum fyrir fjórum árum. Guðríður Guðbrandsdóttir, sem verið hefur elst núlifandi Íslendinga síðan í ágúst 2011, lést í morgun, 109 ára og 33ja daga gömul. Aðeins þrjár aðrar konur hafa náð 109 ára aldri. Guðríður hafði verið elsti Íslendingurinn frá því í ágúst 2011 þegar Torfhildur Torfadóttir féll frá.Guðríður var ein af ellefu systkinum, sú sjötta í röðinni, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn og á hún á annan tug barnabarna og enn fleiri barnabarnabörn, já og einnig á annan tug barnabarnabarnabarna. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Guðríður á sínum yngri árum. Púlsinn var tekinn á Guðríði á afmæli hennar í fyrra en þá sagði hún bestu breytinguna á sínum tíma hafa verið þá að fá rafmagn. Guðríður fæddist árið 1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu.Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún sagðist muna eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt.Hún rifjaði líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt.Í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir sléttu ári sagði Guðríður best að vera með jákvæðni að leiðarljósi, hvorki drekka áfengi né reykja eða gera nokkuð annað sem væri vont fyrir mann. Hún hafi einu sinni ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn hætt við. Guðríður býr í þjónustuíbúð í Furugerði og hefur gert undanfarna fjóra áratugi.Hér að neðan má sjá þegar Linda Blöndal, fréttakona Stöðvar 2, heilsaði upp á Guðríði í tilefni afmælis hennar í fyrra. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Guðríður Guðbrandsdóttir, sem verið hefur elst núlifandi Íslendinga síðan í ágúst 2011, lést í morgun, 109 ára og 33ja daga gömul. Aðeins þrjár aðrar konur hafa náð 109 ára aldri. Guðríður hafði verið elsti Íslendingurinn frá því í ágúst 2011 þegar Torfhildur Torfadóttir féll frá.Guðríður var ein af ellefu systkinum, sú sjötta í röðinni, fædd í Dalasýslunni og ólu hún og eiginmaður hennar upp þrjú börn og á hún á annan tug barnabarna og enn fleiri barnabarnabörn, já og einnig á annan tug barnabarnabarnabarna. Guðríður flutti þrítug til Reykjavíkur en bjó áður um tíma í Búðardal með eiginmanni sínum sem var skósmiður. Guðríður á sínum yngri árum. Púlsinn var tekinn á Guðríði á afmæli hennar í fyrra en þá sagði hún bestu breytinguna á sínum tíma hafa verið þá að fá rafmagn. Guðríður fæddist árið 1906 á Heimastjórnartímanum þegar ýmsar framfarir urðu.Til dæmis sendi Hannes Hafstein ráðherra þá fyrsta símskeytið héðan til konungs. Þegar Guðríður var átta ára braust fyrri heimstyrjöldin út. Hún sagðist muna eftir erfiðleikum og að vegna stríðsins áttu hún ekki neina skó þegar hún fermdist eða almennileg föt.Hún rifjaði líka upp að þegar hún fékk kosningarétt gat hún samt ekki kosið. Þegar hún mætti í fyrsta sinn á kjörstað hafði gleymst að setja hana á kjörskrá og ekkert var úr því bætt.Í viðtali í fréttatíma Stöðvar 2 fyrir sléttu ári sagði Guðríður best að vera með jákvæðni að leiðarljósi, hvorki drekka áfengi né reykja eða gera nokkuð annað sem væri vont fyrir mann. Hún hafi einu sinni ákveðið að byrja að reykja en einhvern veginn hætt við. Guðríður býr í þjónustuíbúð í Furugerði og hefur gert undanfarna fjóra áratugi.Hér að neðan má sjá þegar Linda Blöndal, fréttakona Stöðvar 2, heilsaði upp á Guðríði í tilefni afmælis hennar í fyrra.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira