Volkswagen mun framleiða röð ódýrra bíla í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 11:27 Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen. Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði. Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent
Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði.
Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent