Volkswagen mun framleiða röð ódýrra bíla í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 11:27 Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen. Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði. Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði.
Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent