Volkswagen mun framleiða röð ódýrra bíla í Kína Finnur Thorlacius skrifar 29. júní 2015 11:27 Martin Winterkorn forstjóri Volkswagen. Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent
Í viðtali við þýskt dagblað lét forstjóri Volkswagen, Martin Winterkorn, hafa eftir sér um helgina að fyrirtækið áformaði að framleiða röð ódýrra bíla í Kína. Bílar þessir eiga að kosta 8.000-11.000 evrur, eða frá 1,2 til 1,6 milljónir króna. Volkswagen hefur lengi haft þau áform að smíða þar ódýra bíla og upphaflega áttu þeir að kosta á bilinu 6.000-8.000 evrur en svo virðist að það hafi ekki verið gerlegt. Fyrstu bílarnir líta dagsins ljós árið 2018, en í upphafi stendur til að smíða jeppling, hlaðbak og „sedan“-bíl. Ekki er loku fyrir það skotið að þessu ódýru bílar verði boðnir á fleiri mörkuðum en í Kína, að sögn forstjórans og hann segir að þessi ákvörðun sé mjög mikilvæg fyrir framtíðaráform Volkswagen. Eitt af framtíðaráformum Volkswagen er að vera stærsti bílaframleiðandi heims og ef til vill er þetta stór liður í því markmiði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent